20.6.2013 | 10:18
Það er auðvelt að stytta árafjöldan sem fer í stúdentspróf.
Það má t.d. gera það með því að lengja hvert skólaár í framhaldskólunum um eina önn og með því að fækka námsgreinum til stúdentsprófs.
En það getur ekki verið megin áhersla að fækka námsárunum, heldur fyrst og fremst að boðið sé upp á vandað nám sem skilar sér til hvers nemanda í hans framtíð er skilar sér einnig til samfélagsins. Framhaldsnám á Íslandi er allt of einsleitt eins og það hefur lengi verið.
Greinilegt er að hér ræða tveir aðilar um skólamál að illa ígrunduðu máli og samtök atvinnurekenda beittu sér á sínum tíma til að lengja skólaárið í grunnskólum landsins. Umræða þessara samtaka um skólanám einkennist af því gjarnan er að þeir virðast halda að grunnskólanemendur séu úr plasti og skólarnir geymslur fyrir börn foreldra sem eru að störfum í atvinnulífinu.
Þá er greinilegt að þessir aðilar vilja að stór hluti af nemendum verði settir í gæslu-stofnanir eins og var á árum áður, eins og viðgengst í mörgum löndum enn sem koma gjarnan vel út í alþjóðlegum könnunum. En verði ekki hafðir í venjulegum skólum sem kallaðir hafa verið Skóli án aðgreiningar. Það er út af fyrir sig sjónarmið, en eru mjög hægri sinnuð viðhorf.
Það er sérstaklega eftirtektarvert, að þessi kumpánar minnast ekki á annað nám í framhaldskólum sem ekki leiðir til stúdentsprófs. Á ég við t.d. iðnnámsbrautir hverskonar. Þar er réttlætismál að breyta inntaki náms verulega.
Að breyta bóknáminu þannig , að hætt verði að undirbúa nemendur til háskólanáms og minni námskröfur verði gerðar um árangur í latínugreinum.
En að öll áhersla sé lögð á, að kenndar verði greinar sem eru hreinar nauðþurftir fyrir þá atvinnugrein sem nemandinn er að stunda nám í.
Um leið verði gerðar auknar kröfur til náms og kennslu faggreina iðngreinanna. Þá er nauðsynlegt að fjölga formlegum starfs eða iðnbrautum. Þannig að framhaldskólinn þjóni öllum nemendum til náms og öllum starfsgreinum formlega.
Það var slæm þróun sem átti sér stað á 8. áratugnum þegar reynt var að steypa saman ólíkum iðngreinum eins og gerð var tilraun til sem hefur mistekist alvarlega. Afleiðingar hafa verið verra iðnám og slakari iðnaðarmenn.
Þannig að námið verði jafngilt hvort sem farið er til stúdentsprófs eða til að ljúka iðnnámi með lokaprófi. Síðan er nauðsynlegt að boðið sé upp á framhaldsnáms.
Til að ná viðmiðunarárangri í skólamálum þarf að gera ráð fyrir að yfir helmingur nemenda í hverjum árgangi fari í starfsnám án stúdentsprófs. En um leið verður að gera enn meiri bóknámskröfur til þeirra sem ætla sér í háskólanám.
Vill útskrifa stúdenta 18 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Menntun og skóli, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Mjög þörf umræða. Hef lengi verið þeirrar skoðunar að menntakerfið sé komið í ógöngur og gæði þess upphafin umfram efni, eins og svo margt annað í okkar samfélagi. Nemendur ættu hugsanlega að eiga kost á því að fara fyrr inn á þá námsleið sem þeim hugnast, þ.e. í efstu bekkjum grunnskóla, í stað þess að húka í greinum sem enginn áhugi er fyrir að nema.
Erlingur Alfreð Jónsson, 20.6.2013 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.