30.6.2013 | 19:10
Rannsóknarnefndin ásakaði Ingibjörgu Sólrúnu
- Hún hefur ekki verið hreinsuð formlega af þessum ásökunum, það hefði þurft dóminn til þess.
. - Þá er það ansi bratt af henni að gera lítið úr störfum dómaranna sem skipuðu Landsdóm þegar þetta mál fór fyrir dóminn. Þar voru hæstaréttardómarar og leikmenn og þeirra vinna var fagleg.
Ekki veit ég hvaða sjónarmið réðu hjá alþingismönnum þegar ákveðið var að vísa máli Geirs til Landsdóms. Um leið var ákveðið að sleppa þremur fyrrum ráðherrum við þessa málsmeðferð. Geir hefur sagt að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun í og með.
En hann og Ingibjörg Sólrún geta ekki sagt að dómurinn hafi starfað með flokkspólitískum hætti.
- Þ.e.a.s. að dómur hafi tekið við einhverjum slíkum tilskipunum og farið eftir þeim. Það er fáranlegt hugmyndaflug að láta sér detta það í hug. Sérstaklega þegar fyrrum ráðherrar gera slíkt.
. - Þannig að það voru ekki alþingismenn sem dæmdu Geir Haarde, heldur dómarar í Landsdómi. Þeir gerðu það með algjörlega faglegum hætti.
Því eru allar slíkar ásakanir mjög alvarlegar.
Rangt að efna til Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnlagaþing, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.