1.7.2013 | 13:22
Ómerkileg umræða hjá þessum ráðherra
- Dómurinn stendur óhaggaður og er sama hvað menn gaspra um hann
. - Eftir stendur einnig, að þrír aðrir fyrrum ráðherrar hafa einnig verið ásakaðir um að hafa brotið stjórnarskránna af til þess bærum og hæfum aðilum. Þeirra æra hefur ekki verið hreinsuð af þessum ásökunum.
Það vita flestir hvernig á því stóð, að máli aðeins eins af fyrrum ráðherrum var vísað í landsdóm en ekki málum þeirra allra fjögurra sem rannsóknanefnd Alþingis sagði að hefðu að líkindum brotið stjórnarskránna. Síðan er það tíundað hvernig þessi brot hafi orðið til og í hverju þau voru fólgin.
En að ráðherrann Kristján Þór Júlíusson skuli lýsa því yfir að fólkið sem skipaði Landsdóminn hafi látið misnota sig til pólitískra ofsókna á síðasta kjörtímabili, er yfirgengileg óhæfa. Það væri vænlegra fyrir þennan ráðherra að gæta orða sinna og láta það vera a dæma saklaust fólk í sölum Alþingis.
Landsdómur er fjölskipaður dómur margra hæstaréttardómara auk fjölmargra leikmanna skipuðum af Geir Haarde. Dómurinn er í raun hluti af Hæstarétti og það er í raun vandséð hvernig Hæstiréttur sjálfur hefði komist að annarri niðurstöðu miðað við verklýsingu á störfum þessa Landsdóm.
Bara svo það sé rifjað upp, að þá hefur einmitt Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér gegn því í gegnum árin að Landsdómur verði lagður niður. Það hefur verið baráttumál nokkurra þingmanna í öðrum flokkum að dómurinn yrði lagður niður.
Áfram ráðherraábyrgð án Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Stjórnlagaþing | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.