9.7.2013 | 21:16
Það er munur að hafa Ólaf Ragnar á fosetastóli
- en ekki einhverja endemis lufsu sem ekkert getur!
. - Skrifaði einn kunnur bloggari nú í sumar, maður sem telur sig vera vinstri mann og er fyrrum frambjóðandi Regnbogalistans í fremstu röð sem engu fylgi náði.
- Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart þar sem forsetinn er kominn á kaf í pólitík og fylgir öðrum stjórnarflokkanna að málum.
Eitt er víst, að hann stendur með sínum stuðningsmönnum sem eru félagar í LÍÚ ásamt stjórnarflokkunum.
Niðurstöður úr öllum málum sem vísað hefur til forsetans með beiðni um að hafna staðfestingu á lögum frá Alþingi hafa farið eftir hagsmunum Framsóknarflokks sérstaklega og einnig samkvæmt hagsmunum forystu Sjálfstæðisflokks.
Einnig hafa margir litið á hann sem eitthvert goð eftir Icsave atburðina sem enn hafa ekki verið leidd til lykta. En hann hlýtur að hafa svikið marga af þessu fólki í tryggðum eftir þessa niðurstöðu.
Annað er einnig ljóst, að þetta er í eðli sínu geðþóttaákvörðun segir einn fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, það eru engar stjórnskipulegar viðmiðanir sem gilda í þessum efnum.
M.ö.o. að allt það sem forsetinn hefur látið út úr sér í tilefni þessara einræðistilburða sinna hafa nákvæmlega enga merkingu og hann kominn í hring, þ.e.a.s. hringavitleysa og engin getur sagt eitt einasta orð.
- Eitt sagði karlinn þó sem hægt er að vera sammála honum um en það er, að nú á haustþingi verður að mynda miklu meiri samstöðu um veiðileyfagjöldin heldur enn nú er reyndin. Bæði á Alþingi og með þjóðinni.
- Og forsetinn minntist ekki orði á skoðanakönnun eins og hann hefur jafnan gert áður. Hann kaus einnig að minnast ekkert á niðurstöður kosninganna um stjórnarskránna og niðurstöðuna um veiðileyfagjöld sem kosið var um.
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.