10.7.2013 | 13:50
Það er rétt, að lánshlutfallið velti ekki vagninum
En það er býsna einföld lausn fyrir formann Framsóknarflokksins og núverandi forsætisráðherra að kenna einkabönkunum alfarið um hvernig fór fyrir Íbúðalánasjóði.
Hann kýs auðvitað að skauta framhjá þeirri staðreynd að ábyrgðin var stjórnvalda og þeirrar ríkisstjórnar sem kom skriðunni af stað. Það var eins og allir vita það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Báðir þessir flokkar bera jafna ábyrgð.
Þeir flokksformenn sem leiddu þessar ríkisstjórnir leyfðu spillingunni að grassera er þeir skipuðu hagsmunagæslumenn í stjórn ÍBS og sú stjórn hikuðu ekki við að veita lán til fyrirtækja á vissum landssvæðum án þess að eitthvað faglegt lægi á bak við lánsveitingar og einhverjar fullgildar tryggingar fyrir greiðslu þeirra. Þar réðu bara pólitískir hagsmunir.
Þá kýs forsætisráðherrann að nefna ekki á nafn stórframkvæmdirnar fyrir austan, þ.e.a.s. Kárahnjúkavirkjun og síðan bygging álversins eins þær hefðu aldrei átt sér stað. Þessar framkvæmdir eru auðvitað undirrótinn að þessari kollsteypu sem þjóðin lenti í. Nýju einkabankarnir notuðu bara tækifærið í þenslubylgjunni enda engar reglur reglur settar um starfsemi þeirra.
90% lánunum ekki um að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það var verðtryggingin, kjáninn þinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 14:06
Það er verðtryggingin sem kemur fólki á kaldan klaka ekki 90% lán.
Lántakar geta ekki staðið í skilum við afborganir af lánum vegna verðbólgu og vertryggingar sem eykur skuldir og hækkar afborganir lántaka.
Og hvað gerist þegar eignir hrynja í verði, jú lánshafi fær ekki endurgreidda fjárhæðina sem lánuð var, þó svo að eignin sé seld hæstbjóðenda.
Kveðja frá London
Jóhann Kristinsson, 10.7.2013 kl. 14:19
Ekki veit hvort þú ert að kalla mig kjána eða Munda. En ég geng auðvitað undir því að viðurkenna að ég sé kjáni.
Ég var þegar í umræðum um verðtrygginuna í maí 1983. Þegar lögin voru sett um þessa verðtrygginu og frjálsa vexti og leið hækkuðu bankavextir um 33%. En þá var ég formaður í litlu stéttarfélagi. En þá var um leið leyft að verðtryggja alla samninga í landinu, en með einni undantekningu.
Með þessum lögum Steingríms Hermannssonar og Geir Hallgrímssonar var bannar að setja ákvæði í kjarasamninga um verðtryggingar á umsömdum launatöxtum stéttarfélaganna. Öll slík ákvæði í kjarasamningum voru með það sama gerð óvirk með lögum.
Með þessum lögum voru tennurnar dregnar úr verkalýðshreyfingunni því við sáum fyrir okkur afleiðingarnar, þessar sem skuldarar sái við hrunið.
Eftir þetta voru allir kjarasamningar hreint moð þar sem ríkisvaldinu var alltaf blandað í alla kjarasamninga. M.ö.o. ekki var lengur samningsfrelsi í kjaramálum og ríkisafskipti voru með þessum lögum tryggð af kjarasamningum.
Bara svo þið vitið það, að þá hef ég nokkuð víðtæka reynslu af verðbólgskotum og kreppum. Kveðja
Kristbjörn Árnason, 10.7.2013 kl. 15:07
Á þessum árum var svonefnd lánskjaravísitala. Ránskjaravísitala var hún nefnd þar sem vísitölutryggð lán hækkuðu að öllu leyti eftir dýrtíðarútreikningum meðan laun hækkuðu 75%. Þannig myndaðist bil eða gjá sem Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur og formaður BHM nefndi misgengi og oft er vísað til.
Á þessum árum voru menn ekki orðnir jafnbrattir og nú og lofuðu 110% lánum.
En nú er kominn tími afneitunar. Sigmundur Davíð vill ekki kannast við neitt sem kemu honum og hans flokki illa í umræðunni.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:04
Geir vældi útaf þessum fjáraustri Guðmundar og Árna á fé ÍLS til einkabankanna því það mundi valda þenslu - en gerði ekki neitt
Árni fór svo beint í mjög vel launaða stöðu hjá Glitni sem "sérfræðingur" enda hlutur Glitnis í þessu gjafafé ansi hár.
Grímur (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.