28.7.2013 | 12:08
Ekki bráðabirgðarlög, heldur neyðarlög skulu þau heita.
- Lögin sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson kallar eftir. Ekki má gleyma því að hann er einnig fyrrum framkvæmdastjóri VSÍ eða samtaka atvinnurekenda á Íslandi.
. - Sjálfstæðisflokkurinn og bakland hans, samtök atvinnurekenda hafa kallað eftir slíkri þjóðarsátt mánuðum saman. Það má segja, að allan þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórnarráðinu frá 1991 frá tilkomu Davíðs Oddssonar hefur verið spiluð slík plata með ýmsum afbrigðum.
Samið hefur verið við heildarsamtök ófaglærðra innan ASÍ og reynt hefur verið að fá sem flesta með á þeim bæ. Gerðir hafa verið samningar öll þessi ár um að halda launum fólks innan þessara samtaka sitt hvorum megin við fátækramörkin. Jafnframt gerðir samningar um að halda niðri kjörum þeirra sem verða að treysta á Tryggingarstofnun.
Öðrum var haldið úti á sífreranum í launamálum um það snérust sáttagerðirnar að aðrir fengju ekki meiri launahækkanir og samningsaðilar stóðu saman um það að berja niður aðra aðila á vinnumarkaði sem reyndu að ná frekari launabótum.
Þetta var í raun lærdómurinn af þjóðarsáttarsamningunum eftir á, eftir að Davíð Oddsson var gerður að forsætisráðherra. ASÍ taldi sig ekki hafa kost á öðru þar sem búið var að skerða samningsrétt verkalýðshreyf-ingarinnar alvarlega með lögum settum í maí 1987. Þorsteinn Pálsson á sinn þátt í þeim gjörningi.
Það er ósatt hjá Þorsteini Pálssyni að slíkt samkomulag hafi falist í Þjóðasáttarsamningum um að aðrir aðilar skuli ekki fá meiri launahækkanir heldur en fólst í þeim samningum.
ASÍ og önnur samtök launamanna geta ekki tekið þátt í slíkum gjörningum þar sem sett eru lög á löglega gerða samninga annarra launamanna í landinu. Vandinn er sá, að yfirmenn á atvinnumarkaði njóta verðtrygginga á sínum launum þrátt fyrir að verkalýðsfélögunum sé bannað að gera slíka samninga. Gerðadómur um kjör æðstu embættismanna tekur mið af launum þeim eru viðvarandi meðal stjórnenda einkafyrirtækjanna í landinu. Slík lög eru ekki arfur frá síðustu ríkisstjórn þau eru eru miklu eldri.
Eitt stærsta glappaskot í pólitík liðins árs var ákvörðun þáverandi velferðarráðherra að hækka laun forstjóra Landspítalans. Þverstæðan í því máli er að ein og sér var ákvörðunin studd góðum og gildum rökum. Glappaskotið fólst í því að hún gaf fordæmi sem ráðherrann og ríkissjóður stóðu ráðþrota andspænis.
Ekki stóð á áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins að gera sem mest úr því vandamáli með því m.a. að nýta sér stéttarfélög innan heilbrigðisgeirans í slaginn. Félag hjúkrunarfraæðinga hefur lengi verið fjarstýrt úr Valhöll.
Öðrum var haldið úti á sífreranum í launamálum um það snérust sáttagerðirnar að aðrir fengju ekki meiri launahækkanir og samningsaðilar stóðu saman um það að berja niður aðra aðila á vinnumarkaði sem reyndu að ná frekari launabótum.
Þetta var í raun lærdómurinn af þjóðarsáttarsamningunum eftir á, eftir að Davíð Oddsson var gerður að forsætisráðherra. ASÍ taldi sig ekki hafa kost á öðru þar sem búið var að skerða samningsrétt verkalýðshreyf-ingarinnar alvarlega með lögum settum í maí 1987. Þorsteinn Pálsson á sinn þátt í þeim gjörningi.
Það er ósatt hjá Þorsteini Pálssyni að slíkt samkomulag hafi falist í Þjóðasáttarsamningum um að aðrir aðilar skuli ekki fá meiri launahækkanir heldur en fólst í þeim samningum.
ASÍ og önnur samtök launamanna geta ekki tekið þátt í slíkum gjörningum þar sem sett eru lög á löglega gerða samninga annarra launamanna í landinu. Vandinn er sá, að yfirmenn á atvinnumarkaði njóta verðtrygginga á sínum launum þrátt fyrir að verkalýðsfélögunum sé bannað að gera slíka samninga. Gerðadómur um kjör æðstu embættismanna tekur mið af launum þeim eru viðvarandi meðal stjórnenda einkafyrirtækjanna í landinu. Slík lög eru ekki arfur frá síðustu ríkisstjórn þau eru eru miklu eldri.
Eitt stærsta glappaskot í pólitík liðins árs var ákvörðun þáverandi velferðarráðherra að hækka laun forstjóra Landspítalans. Þverstæðan í því máli er að ein og sér var ákvörðunin studd góðum og gildum rökum. Glappaskotið fólst í því að hún gaf fordæmi sem ráðherrann og ríkissjóður stóðu ráðþrota andspænis.
Ekki stóð á áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins að gera sem mest úr því vandamáli með því m.a. að nýta sér stéttarfélög innan heilbrigðisgeirans í slaginn. Félag hjúkrunarfraæðinga hefur lengi verið fjarstýrt úr Valhöll.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.