Ármenn framtíðarinnar


  • Sem eru vakandi fyrir möguleikum síns fólks í hverju héraði fyrir sig
    .
  • Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið
Í eina tíð voru það vatnmyllurnar sem hrundu á stað einhverju sem kalla má iðnað er byggði á notkun véla. En sögunarmyllurnar urðu ekki aðeins undirstaða í trjáiðnaði hvers konar eða það sem kallað hefur verið húsgagnaiðnaður á Íslandi.

 

Heldur einnig í málmiðnaði með tilkomu rennibekkjanna og fleiri tækjum. Þá var það vogaraflið sem notaðð var beint til að knýja vélar í iðnaði.

Nafn sem á engan hátt getur lýst nema hluta greinarinnar. En í alþjóðlegum atvinnugreinagögnum má sjá að þessi grein skiptist í yfir 40 undirgreinar. En þær virkjanir sem Hornfirðingar eru að skoða bera vott um framfarahug og geta ef rétt er að farið skapað veruleg verðmæti er væru til sparnaðar á útlögðu fé út fyrir byggðarlagið.

Það er einnig kominn tími til þess að skoða atvinnugreinar sem áður fyrr blómstruðu á Íslandi og geta í raun staðið fyrir sínu, til að kanna það hvort þær gætu ekki sparað dýrmætan gjaldeyri landsmanna. Enn eymir eitthvað eftir af þekkingu og færni til að stunda þessar greinar t.d. fjármagnslétts iðnaðar.

Það er t.d. ömurlegt til þess að vita, að þetta unga fólk sem gefur sig út fyrir hönnun á fjölmörgum sviðum, er að byggja upp atvinnulíf í iðnaði annara landa en ekki á Íslandi.

Þetta er hinn rétti hugsunarháttur varðandi uppbyggingu á atvinnulífi eins og þeir sýna á Hornafirði. Það er hinar smáu einingar í atvinnulífi sem hafa gert lönd eins og Þýskaland og fleiri öflugustu ríki veraldar að því sem þau eru í dag.

Stóru raforkuverin sem byggð hafa verið á Íslandi undanfarna áratugi og hafa lagt erlendum fjölþjóðafyrirtækjum til allt of ódýra orku af takmarkaðri auðlind þjóðarinnar.

Það sem er skuggalegast við það er, að allir hagkvæmustu orkukostir þjóðarinnar hafa farið í hendur útlendinga og eftir situr þjóðin með miklu dýrari kosti fyrir sig. T.d. fyrir framtíðar farartæki þjóðarinnar.

Það kostar mikla peninga að flytja raforku á afskekkta staði og því hljóta þannig smávirkjanir að vera kostir sem verðir eru skoðunar. Í hugan koma t.d. Vestmannaeyjar þar sem hlýtur að vera hagkvæmur staður fyrir vindorkubúskap.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband