7.8.2013 | 20:20
Í september fáum við að vita hvernig á að aflétta höftunum
- Samkvæmt kosningaloforði Framsóknarflokksins
- .
- Spurningin er, hvernig Sigmundur Davíð ætlar að gera það án þess að það bitni á launamönnum einvörðungu.
En stóru alþjóðlegu stofnanirnar, þessar sem eru gjarnan nefndar með skammstöfunum keppast enn við að hrósa ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.
Jafnframt vara þær við boðuðum ætlunum ríkistjórnar þeirra silfuskeiðunga sem ætla að hygla yfirstéttar elítunni og stórskuldugri millistétt landsins.
Jafnframt vara þær við boðuðum ætlunum ríkistjórnar þeirra silfuskeiðunga sem ætla að hygla yfirstéttar elítunni og stórskuldugri millistétt landsins.
Stjórnmálamenn mega ekki ljúga"
Grein undir þessari fyrirsögn birtist fyrir skömmu í þýska blaðinu Die Zeit. En íslenskir stjórnmálamenn í gömluflokkunum eru fastir í hagsmunagæslunni og hika ekki við að fara með rangt mál fyrir málstaðinn.
Þetta gefur tækifæri til þess að minnast þess að undanfarin ár hafði að mestu tekist að ná ráðuneytunum undan beinum yfirráðum hagsmuna aðila. Þetta var mikill sorgartími hjá hagsmunasamtökunum.
En nú hafa þessir aðilar náð gleði sinni á ný og er sungið ,,Ídag er glatt í döprum hjörtum", vegna þess að nú hafa ráðuneytin verið opnuð á ný fyrir ítökum hagsmunasamtaka ýmiskonar.
Niðurskurður á óþægindum
Ingi Freyr Vilhjálmsson skrifar
Frásögn af svona vinnubrögðum í hagsmunagæslunni og eru menn byrjaðir að ráðast á sérstakan Saksóknara með miklum gauragangi.
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:54 | Facebook
Athugasemdir
Það felst mikið vald í tjáningarfrelsi og réttlátum kröfum almennings. Það vald er því miður búið að flokka í valdaklíkur, og gera þar með vanvirkt. Meðan almenningur eltist við að verja flokka í staðinn fyrir heildar-hagsmuni, þá breytist ekkert.
Ríkisfjölmiðillinn hefur aldri gert þessari þjóð það upplýsinga-gagn sem honum ber, samkvæmt lögum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2013 kl. 22:08
Sá nú ekki beint hrós á ríkisstjórn Jóhönnu og Steina í þessari frétt. Þó sú stjórn hafi náð að gera eitthvað rétt þá er vert að minna á nokkra hluti sem voru ekki beint þjóðarbúinu í hag.
1. Gjörsamlega misheppnuð umsókn um inngöngu í ESB. Ferlið sem átti að taka 18 mánuði hefur dregist í 4 ár og lítið miðar áfram. Ekki einu komið almennilega í ljós hverju menn vilja ná fram í köflum um sjávarútveg og landbúnað í samningaviðræðum. Að fara í þessa vegferð á þessum tímapunkti með annan stjórnarflokkinn í sterkri andstöðu var galið og einstaklega sjálfselskt af Samfylkingunni og gerði lítið annað en að kljúfa þjóðina enn meira.
2. Rándýrt leikrit í kringum stjórnarskrárbreytingar sem engu hefur skilað nema úrtaki úr skoðannakönnun. Maður spyr sig hvort löngun í ESB fjölskylduna hafi ekki ráðið mestu í vilja Samfylkingar til að breyta stjórnarskránni. Þetta leikrit gerði lítið sem ekkert fyrir fjölskyldur í landinu.
3. Misheppnuð tilraun til að koma landinu á hausinn með samþykkt á Icesave samningum. Öllum er frjálst að vera með fordóma gagnvart silfurskeiðungum en það er vert að muna hvaða silfurskeiðungur stoppaði fyrrv. fjármálaráðherra í troða fyrsta Icesave samningnum ólesnum í gegnum þingið. Ríkið hafði enga burði í að standa við afborganir á þeim samningi. Samningi sem fól í sér ríkisábyrgð á Icesave skuldinni. Hvernig ætli staðan væri hjá okkur ef Jóhanna og Steini hefðu náð sínu fram?!
4. Skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja sem "gleymdist" að leiðrétta. Á meðan passaði hún einstaklega vel upp á að bankarnir töpuðu sem minnstu. Klapp, klapp fyrir jafnaðarmennskunni hjá fyrstu tæru vinstri stjórninni.
5. Þessi stjórn hélt svo illa á spilunum að gömlu hrunflokkarnir áttu greiða leið í stjórn eftir kosningar enda fékk Samfylkingin eina verstu rassskellingu í sögu þingkosninga á Íslandi. Verri en Sjálfstæðisflokkurinn fékk skömmu eftir hrun. Spáðu í því!!
Pétur Harðarson, 8.8.2013 kl. 00:17
Athugasemdir AGS eru vissulega hrós til gömlu stjórnarinnar. Ekki gengur að loka augunum fyrir því. En þetta virðist vera mögum erfitt.
Varðandi ESB umsóknina er það rétt hjá Pétri, en aðal hagsmunamál þjóðarinnar í því efni snýr ekki að hagsmunum sjávarútvegsins og landbúnaðar. Heldur fyrst og fremst að hagsmunum almennings og það er nokkuð sem margir virðast gleyma.
Leikritið í kringum stjórnarskrábreytingarnar eins og þú kallar það. Það mál stöðvuðu hrunflokkarnir alfarið og bera alla ábyrð á því. En sún umræða og aðferðafræði var mjög merk og framsækin. En niðurstaða þess ma´ls sýnir auðvitað bara hversu sterk tök gömlu valdaflokkarnir hafa á stjórnkerfinu í landinu. Flest af því sem kom fram hjá stjórnlagaráðinu var til mikilla bóta á stjórnarskránni.
Ég var einn þeirra sem vildi ganga frá samningum um Icesave. Fyrsti samningurinn var raunar gerður af Sjálfstæðisflokknum og á ábyrgð Geirs Haarde. Bjarni Benediktsson talaði fyrir frumvarpi hans í þinginu. Hans helsti samningamaður var Baldur nokkur Guðlaugsson. Fyrsta tilraun til að brjóta niður þann samning (Svavar Gestsson) var vissulega ekki nógu góð en þjóðin hefur samt sem áður veri að greiða þessa peninga samkvæmt þeim samningi. En því miður er nú ekki útséð með það mál enn. En síðasti samningurinn var mjög hagstæður.
Ég er einn þessara öldruðu sem fékk skert eftirlaun og hækkaði nú um 9000 kr. pr mánuð. En annar aðili sem ég þekki vel og var á lægri launum allt sitt líf lækkaði um svipaða upphæð í eftirlaunum um mánaðar mótin.
Stjórnarflokkarnir klofnuðu á þessu stjórnartímabili og það er megin ástæðan fyrir útkomu flokkanna í síðustu kosningum og skiptist í mörg framboð. Útkoma Sjálfstæðisflokksins verður að teljast vera mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Næst verstu niðurstöður frá upphafi þess flokks. Rétt er að gleyma því ekki, að þrátt fyrir topp árangur Framsóknar í þessum kosningum fengu þessi flokkar ekki nema 51,1% kosningafylgi samanlagt.
Kristbjörn Árnason, 8.8.2013 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.