10.8.2013 | 15:06
Verulegur árangur nokkura einstaklinga
- Er hafa verið í réttlætisstríði við herveldið undanfarin ár.
Bandaríska herveldið er að byrja að láta undan gríðarlegum þrýstingu frá umheiminum vegna persónunjósna þess er snýr að allri heimbyggðinni.
Sjálfur friðarhöfðinginn, Barack Obama Bandaríkjaforseti boðaði til blaðamannafundar í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann hét því að gerðar yrðu viðeigandi endurbætur á umdeildum eftirlitskerfum bandarískra yfirvalda. Hann sagði að slegnir yrðu frekari varnaglar gegn misnotkun á eftirlitinu, sem sumir kalla persónunjósnir. (Mbl)
Þetta er að gerast fyrir tilverknað Bradleys Mannings, Wekileaks og síðan Edward Snowden.
Þetta er vonandi bara rétt byrjunin, almenningur í Bandaríkjunum er byrjaður að snúast gegn stórnvöldum í þessum málum og einnig víðvegar um heiminn. Ímynd Bandaríkjanna hefur skaðast mjög alvarlega.
Obama heitir bót og betrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.