3.9.2013 | 13:43
Jón og séra Jón
Hún er um margt merkileg umræðan um Jón Baldvin þessa dagana sem hefur þegar komið miklu umróti á eitt og annað í háskólasamfélaginu. Fílabeinsturninn nötrar örlítið.
Viðtölin við ýmsa stjórnendur á háskólastiginu eru um margt afar loðin og furðuleg.
Ekki ætla ég að bera blak af seinni náttúru þessa fyrrverandi ráðherra og stjórnleysi hans á áráttu þessari. Sú sem fyrir áreiti Jón Baldvins varð, hefur aldeilis fengið að njóta þess í fjölmiðlum sem hún lenti í og ég efast um að viðkomandi njóti þessarar athygli. En fjölmiðlar sjá greinilega um að viðhalda kvöl þolandans. Henni skal greinilega vera refsað.
Auðvitað er ekki hægt að réttlæta þessi glöp gamla stjórnmálaforingjans og ljóst er að Íslands nútímans líður ekki hátterni af þessu tagi og að þau verða aldrei fyrirgefin. En þjóðin á auðveldara með að fyrirgefa háttsettum stjórnmálamönnum fyrir önnur afbrot. Þ.e.a.s. fyrir önnur mjög alvarleg afbrot.
- Það er ekki laust við, að þarna standi þessi þjóðþekkti maður algjörlega berskjaldaður og getur aldrei fengið uppreisn æru sinnar.
. - Þá vaknar spurningin hvort málið hefði farið í annan farveg ef Jón Baldvin hefði verið algjörlega óþekktur og sauðsvartur einstaklingur.
Efnahagslega verður enginn ríkur af þeim launum sem gestakennarar fá fyrir vinnu sína og störf hjá háskólastiginu. Það þekki ég. Þannig að það hefur tæplega verið það sem hvatti Jón Baldvin að sinna þessu gestahlutverki heldur eitthvað allt annað.
Skilgreiningar Jóns Ólafssonar voru beinlínis barnalegar nú í útvarpinu í morgun. Hæfni kennara á háskólastiginu ræðst ekki af framleiðslu manna á ýmsum ritgerðum og kenningasmíðum.
Það er örugglega hægt að fá jafn mikilvega þekkingu öðru vísi sem er jafn mikilvæg fyrir samfélagið í heild sinni og fræðasamfélagið. Þær eru nú ekki allar merkilegar og eða mikilvægar þessar ritgerðir og eða kenningar sem settar eru fram í þeim.
Væntanlega eru nemendur háskólans komnir yfir 18 ára aldur.
- Myndi stjórnmálamaður sem hefur verið dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot geta komið og flutt fyrirlestra sem gestakennari á námskeiði.
Nú fer skólin væntanlega yfir feril allra þeirra sem starfa fyrir háskólanna í landinu frá 16 ára aldri. Annað væri auðvitað mismunun.
,,
Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".
Rektor biðst afsökunar á verklagsreglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.