Flott erlend fjárfesting

 Af tegund sem skilar sér inn í samfélagið á Þingeyri  

Það er augljóst að það vantar íslenskar fjárfestingar í atvinnulífið til að auka gjaldeyristekjur íslendingar. Það er nauðsynlegt að auka þjóðartekjurnar til að standa undir eðlilegu samfélagi og það þarf einnig jöfnuð inn í samfélagið svo allir geti lifað góðu lífi. 

 

Það er ekki þessar stóru risafjárfestingar sem skipta máli í heildina litið heldur mjög margar litlar fjárfestingar í litlum rekstri. Slík atvinnuuppbygging hefur t.a.m. gert þjóðverja og norðurlandabúa eins öfluga eins raunin er.

Íslendinga vantar ekki erlendar fjáfestingar í stórum fyrirtækjum. Slíkar fjárfestingar skila ekki auknum þjóðartekjum. Heldur auka landsframleiðsluna á kosnað einhverra landsgæða sem þjóðin á og getur látið skila meiri arði með öðrum hætti.  

Atvinnurekendur hafa um árabil kallað á erlendar fjárfestingar sem hafa látið á sér standa. Erlendir aðilar geta tæplega haft meiri áhuga á að fjárfesta á Íslandi en innlendir aðilar. 

En í stóru málunu væri nærtækast fyrir íslendinga að fullvinna fiskinn sem seldur er óunninn úr landi það skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðina í heild sinni. Þá er það gefið tækifæri fyrir íslendinga að nota innlenda orku á bíla þjóðarinnar. Raforka er nærtækust og myndi spara gríðarlegan gjaldeyri.

Ekki má gleyma ferðaþjónustunni sem er að bjarga landsbyggðinni ef rétt er á haldið og einnig landbúnaðinum. En þar er nauðsynlegt að losa verulega um miðstýringuna sem er að drepa greinina. 


mbl.is „Þetta bara gerðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband