Sérkennileg umræða um strætó

 Slæm fjárhagsstaða Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði vegna áætlanaferða Strætó á Norður- og Norðausturlandi? 

 

Þetta er reyndar dálítið sérkennilegt, því auðvitað verður að reikna með því að sveitarstjórnarmenn á þessu svæði hafi vitað hver kosnaðurinn yrði af þessum strætisvagnarekstri.  Þeir geta ekki kennt öðrum um hvernig komið er. En það hefur skinið í gegnum alla þessa kveinstafi.

En sérkennilegra er það sem Höskuldur segir. „Ég get þó tekið undir þau sjónarmið að það var rangt gefið í upphafi. Það var ekki rétt gefið þegar deilt var peningum til almenningssamgangna um allt landið. Með það að leiðarljósi munum við skoða málið, bæði í samgöngunefnd og fjárlaganefnd,“ segir Höskuldur.

Það er sérkennilegt ef þetta byggðarlag hefur á einhvern hátt orðið útundan og en undarlegra er að þessi sveitarfélög fari rekstur án þess geta kostað hann. Varla verður öðrum um það kennt.  Þá er verður að benda á það, að getur ekki verið hægt að hygla einhverjum sveitarfélögum sérstaklega.

Þannig að það hlýtur að vera verkefni fjárlaganefndar að skipta þessum aurum eðlilega milli sveitarfélaganna. Ef um mistök hefur verið að ræða eru þau Alþingis. 

En þessi nýja þjónusta er mjög mikilvæg 


mbl.is Vill koma á móts við Eyþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristbjörn, þetta er mjög sérkennileg uppákoma.  Viðkomandi sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir rekstrinum, en sinna þó ekki þjónustunni sjálf heldur kaupa verktaka.  Sem þau geta ekki greitt.  Hvað ætli hafi orðið um rútubílasérleyfishafana?

Enn einkennilegra er að þessi samtök sveitarfélaganna, sem kalla sig Eyþing,  eru jafnframt í forsvari fyrir nýju Vaðlaheiðargöngin og þóttust geta kostað alla þá framkvæmd.  Samt segjast þau verða gjaldþrota strax á morgun vegna smámuna; strætóútgerðar, ef ríkið hleypur ekki undir bagga. 

Greinilega glymur klukkan ríkissjóði.  

Kolbrún Hilmars, 7.9.2013 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband