Traust stjórnarfar í Sjálfstæðisflokknum

Menn eru ekki með rugl um dreifða valddreifingu í þessum flokki. Það eru margra áratuga hefð fyrir því að völdin í þessum valdamesta stjórnmálaflokki landsins eru ekkert að fara út fyrir réttar fjölskyldur eða ættir. 

 

Þetta geta þeir svo sannarlega lært vinstrimenn af hægri mönnum. Þetta má sjá ef skoðað úr hvað fjölskyldum helstu áhrifamenn flokksins koma. 

  • M.ö.o. afar traust miðstýring og ekkert múður.
  • Þetta er rétt eins og hjá helstu konungsættunum, þetta eru erfðir. 
  • Svona eiga bændur að vera 
  • eflaust vænsti piltur

 


mbl.is Magnús nýr formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eflaust er þetta eins og þú segir að þetta sé bara í erfðir í sjálfstæðisflokkinum.

Hinsvegar finnst mér það vera lélegt hjá þér a reyna að blanda þessi Vinstri Vs Hægri inn í þetta. Síðasta stjórn okkar var ekki hægri stjórn, og hún var líklega versta stjórn allra tíma. 4 flokkurinn almennt er bara spillt apparat.                   

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 21:00

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér ungi Sveinn, ritstjóranum tókst að kalla alla flokkanna sem eiga sér sterkar rætur úr fortíðinni, fjórflokk. Síðan hafa allir gasprað þetta eftir honum. En þetta er auðvitað bara firra.

Sjálfstæðisflokkurinn á sér rætur úr gamla Íhaldsflokknum og þar til viðbótar Nasistaflokknum sem gufaði skyndilega upp 10 maí 1940.

Framsókn úr gamla bændaflokknum sem fékk hressingu 1916. Þetta eru gömlu valdaflokkarnir á Íslandi og þeir einu sem sem enn er til frá því fyrir stríð.

Samfylking er nýr flokkur og það sama á við um VG.hann er líka nýr. Þessir flokkar eiga sameiginlega rætur sem er hin virka verkalýðshreyfing. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Sósíalistaflokkurinn og kommar. Þessir vinstri flokkar komust aldrei í feitt og voru aldrei hluti af spillingaröflunum.

Hugsanlega Alþýðuflokkurinn þegar hann var í stjórn með Sjálfstæðisflokki á viðreisnarstjórnar-árunum. Í þeirri ríkisstjórn voru alli kjötkatlar á könnu Sjálfstæðisflokksins. En það er fátt líkt með Alþýðuflokki og Samfylkingunni.

Kristbjörn Árnason, 8.9.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband