13.9.2013 | 13:58
Fjármálaráðherra krafðist hófstilltra karasamninga nú í vikunni
- Eftir þessi orð vaknar einmitt spurningin um hvað eru hófstilltir kjarasamningar?
. - Ég hef meira og minna verið virkur í verkalýðshreyfingunni allar götur frá 1962 og ég verð að segja eins og er, að alltaf hefur verkalýðshreyfingin verið með hófstilltar hugmyndir um leiðréttingar á kjörum launafólks.
- Það hefði ekki þótt óeðlilegt ef ráðherrann hefði sent atvinnurekendum svipaðan tón er snéri að rekstri fyrirtækjanna og skuldsetningu.
. - Að þeir öxluðu einu sinni ábyrgð í störfum sínum. Að þeir fengju að vita það að launafólk er ekki ofhaldið af launakjörum sínum.
. - Hann getað bent þeim á að þétta lekann á sjóðum fyrirtækjanna.
- Fyrirtækin eru skuldsett upp í rjáfur til þess að svonefndir eigendur þeirra geti leikið sér með fé fyrirtækjanna í ýmis gæluverkefni þeim algjörlega óskylt.
. - Fyrirtækin hafa ekki getað endurnýjað nauðsynleg tæki og búnað frá árinu 2007 vegna skulda.
Núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar haf boðað lækkun á sköttum stóreigna fólks, verulega lækkun á veiðgjöldum útgerðarinna og lækkun á sköttum ferðafólks þetta eru rúmir 20 milljarðar á ári.
Þá hafa þeir boðað einföldun á skattkerfinu sem til þessa þýðir hækkun á sköttun láglaunafólks, sem er á það lágum launum að það fær ekki húsnæðislán til kaupa á íbúðum.
Þá hafa ráðherrar boðað einföldun á starfsreglum atvinnurekstrarins og niðurskurð á fjárframlögum til eftirlitsstofnanna sem allt bitnar starfskjörum launafólks, búnaði og starfsöryggi.
Það er ekki undarlegt, þótt forystumenn í stéttarfélögum fari sér hægt um þessar mundir og vilji sjá hvernig landið muni liggja næstu árin áður en gengið er til samninga til langs tíma.
Þá eru húsnæðismál láglaunafólks í algjörum ólestri og hafa verið það frá 1998 eftir gjörning þessara flokka er stjórna landinu þegar þeir lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið bótalaust.
Því er það blendin tilfinning þegar ríkisútvarpið og starfsfólk þess stendur nú í einu stórbetlinu enn til að létta undir með ríkisstjórninni sem hefur boðað skattalækkanir upp á 20 milljarða á þeim aðilum sem hafa það best.
Stefnir í skammtímasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
Með fréttinni er mynd af flesk-klumpunum, sem arðræna þá sem þeir segjast vera að "semja" fyrir.
Þarna er flesk sem má skera burt af byrgðum þeirra, sem ekki hafa kaupmátt til bráðra lífsnauðsynja hér norður í hafi.
Siðblindan er algjörlega 100% hjá þessum forystu-öryrkjum (semjendum) á ofurlaunum. Ofurlaunum sem stolið hefur verið frá lífeyrisþrælunum, sem þeir segjast vera að "semja" fyrir.
Þrælasalan blómstrar í þessum "samninga"-teymum á ræningjastýrðu eyjunni Íslandi.
Skyldu þeir eiga möguleika á að læra að skammast sín, þessir svokölluðu "formenn" (samningamenn)? Væri ekki rétt að senda þá á námskeið hjá rándýru Virk-endurhæfingunni, sem rekin er með lífeyri almennings?
Vonandi semja þeir þó fyrir kistunni og útförinni. Mikið meira verður það varla, miðað við fyrri reynslu, og tapið á lottósjóðunum sem þeir hafa stolið frá lífeyriseigendum.
Orðið kaupmáttur hefur víst aldrei ratað í orðabók þessara siðleysingja, hringinn í kringum borðið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2013 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.