Fyrirheitna landið

Þetta er hrikaleg staða hjá sjálfu herveldinu sem allstaðar eru á ferðinni með sín vígatól ógnandi og drepandi fólk hvarvetna um heiminn.

 

Jafnvel rússar sem þóttu vondir kallar á árum áður hafa aldrei komist með tærnar í manndrápum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa hælanna. Engin veit um hlutfall fátækra þar í landi.

Þá kemur í ljós í fréttum að 46,5 milljónir Bandaríkjamanna eða 15 prósent þjóðarinnar, búa við sára fátækt.

Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Hagstofu Bandaríkjanna. Fátæktarmörk eru dregin við 23.492 dollara árstekjur fjögurra manna fjölskyldu; liðlega 2,8 milljónir króna.

Það er greinilegt að fátæktarmörkin eru svipuð þar og hér á Íslandi en allt stoðkerfi er þar skelfilegra en hér í landi og innra skipulag sem sést á öllum hamförunum sem alltaf eru að eiga sér stað í þessu ríki.

Hver er staðan á Íslandi eftir efnahagshrunið hér? Það væri vissulega fróðlegt að bera þetta saman og sjá síðan í hvaða átt mál munu þróast næstu ár hér á skerinu. 

46,5 milljónir Bandaríkjamanna, 15 prósent þjóðarinnar, búa við sára fátækt. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Hagstofu Bandaríkjanna. Fátæktarmörk eru dregin við 23.492 dollara árstekjur fjögurra manna fjölskyldu; liðlega 2,8 milljónir króna.
RUV.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband