Fólkið á klakanum

Þetta er alveg samkvæmt umfjölluninni fyrir kosningar, þegar að frambjóðendur Framsóknarflokks ræddu um þessa niðurfærsluleið sem almenna aðgerð og að allir myndu njóta góðs af henni sem skulda húsnæðislán og einnig þeir aðilar sem hafa getað selt íbúðareign og minnkað við sig bæði íbúð og skuldir.

 

Þetta þýðir auðvitað á mannamáli, að hálaunafólk sem skuldar mest og er jafnvel ekki í greiðsluvanda fær mesta niðurfærslu á skuldum. En láglaunafólk sem ekki er í skuldavanda heldur í hrikalegum greiðsluvanda fær litla sem enga niðurfærslu og eða lagfæringar í sínum málum.

M.ö.o., að unga barnafólkið sem hefur hrakist úr námi við framhaldsskólanna síðustu 20 árin og á ekki rétt á húsnæðislánum vegna lágra launa og búandi í leiguhúsnæði, verður enn á klakanum


mbl.is Tekjuháir myndu fá mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er verið að tala um leiðréttingu lána en ekki láglaunabætur.

Espolin (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 16:38

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sá gerski bendir réttilega á, að stefna stórnarflokkanna hverfist um að lækka lán og lánakostnað fasteignaeigenda. M.ö.o. séu ekki láglaunbætur og ekki fyrir láglaunafólk.

Kristbjörn Árnason, 21.9.2013 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband