Umræðan um fyrirmyndaríkið afturgengin

  • Forsætisráðherrann minnir á fyrrverandi ráðamenn þjóðarinnar, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson er þreyttust aldrei á því að ræða um fyrmyndaríkið Ísland.
  • Ísland ætlaði þá að verða helsta Tortóla norðurálfu undir þeirra forystu.
    .
  • Það var þeirra sýn á hvernig fyrirmyndaríkið ætti að verða. Það er ljóst að forystumenn núverandi ríkisstjórnar hafa sömu sýn 

 

Nú ætlar þessi ríkisstjórn að lækka tekjuskattinn á hálaunafólki og á millistéttarfólki sérstaklega. En láglaunafólkið mun ekki fá skattalækkun, einmitt fólkið sem á í greiðsluvanda og er í vandræðum með að greiða uppsprengt leiguverð á íbúðum í leiguhjöllum samfélagsins.

Það er augljóst að þessi ríkisstjórn stefnir að samskonar samfélagi á Íslandi og var hér fyrir hrunið og setti þjóðina í þrot. Samfélag sem níddist á láglaunafólki með því að hindra það i geta búið við örugt og gott húsnæði.  

Óskagjaldið þeirra er, gistináttagjald á sjúkrahúsum. En erlendir ferðamenn eiga að greiða sem minnst til Íslands  í formi neysluskatta. 


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endilega væla og röfla meira, það nefnilega hlusta allir svo glatt á það.

væri nær að finna það sem skiptir máli í lífi sínu og njóta þess.

vitleysingar munu alltaf brenna sig á eldinum og aðrir notfæra sér það.

lexiur eru nær eingöngu lærðar á reynslu, sjaldan af orði.

þegar þjóðin er tilbúinn fyrir betra líf, fær hún það.

en hún valdi að vera þrælar í von um að vera kóngar.

og við höfum valdherra, ekki þjóna eins og ætti að vera. (konungur ætti alltaf að vera fremsti þjónn fólksins.)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 01:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að tarna er skrýtin þula hjá Sveini þessum. Tek undir hvert orð þín Kristbjörn, þessi ríkisstjórn er bastarður.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2013 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband