Foringi Sjálfstæðisflokksins krefst þöggunar útvarpsins

  • Hann krefst þess, að hann fái að ritskoða fréttir RÚV

  • Davíð Oddsson hefur svipaðar skoðanir á frjálsri fjölmiðlun eins og einræðispungar víða um heiminn hvort sem litið er í austur og vestur. Þessi maður hefur aldrei verið lýðræðislega sinnaður frekar en stjórnmálaflokkur sá sem hann stjórnar.
  • Ríkisútvarpið er eini fjölmiðillinn í landinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ekki með yfirvald yfir öllum fréttaflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt útvarpið í einelti frá fyrstu tíð, eða frá 1930. Það eru ekki nema fá ár síðan að verkalýðsfélögin gátu ekki hvatt félaga sína til að mæta á félagsfundi eða til að mæta í kröfugöngu 1. maí. Svo sterkt var ritskoðunarvald flokksins.
Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð unnið gegn verkalýðshreyfingunni í landinu. Flokkurinn er algjörlega á móti verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Flokknum hafði í áratugi tekist að halda nokkrum verkalýðsfélögum í krumlum sínum og tókst með þeim hætti að stórskemma verkalýðshreyfinguna. En nú hefur flokkurinn misst tökin á VR, sem betur fer. 

Vinnubrögð Ríkisútvarpsins voru fullkomlega eðlileg er það flutti fréttir af „Búsáhaldabyltingunni“. Það liðu margar vikur áður en RÚV loksins fluttu fréttir af öflugum mótmælafundum á Austurvelli haustið 2008. Ef einhverjir hafa átt sök á árekstrum var það Sjálfstæðisflokkurinn með stórskemmandi vinnubrögðum sínum og spillingu í áratug a.m.k. undir ábyrgð Davíðs Oddssonar. Almenningur uppgötvaði eðli Sjálfstæðisflokksins sem ekki hefur fengið sitt fyrra fylgi í kosningum.

Það þurfti ekki RÚV til, til að hvetja friðsama borgara þessa lands til að krefjast þess að ríkisstjórn Geirs Haarde færi frá stjórnarráðinu. Þau mótmæli voru algjörlega sjálfsprottin og þau tengdust engum samtökum í landinu.
Ég man ekki betur enn að RÚV hafi skilmerkilega flutt fréttir af mótmælafundi skipulögðum af útgerðarmönnum og Mogga litla og fór fram á Austurvelli. Þar voru launamenn misnotaðir í pólitískum tilgangi. Það mál er fyrir dómstólum landsins.

Það þarf ekki heldur RÚV til að andmæla vinnubrögðum núverandi ríkisstjórnar sem leggur til gjörsamlega ónýtt frumvarp um fjárlög ríkisins sem auk þess opinbera frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins svo um munar. 
Þar skín einnig í vinnubrögð spillingarflokksins. Heilbrigðisráðherrann er nákvæmlega eins og vinkull og fram kemur að Bjarni er algjörlega óhæfur sem ráðherra. 

Ríkisstjórnin er á bullandi flótta með fjárlagafrumvarpið alveg án þess að stjórnarandstaðan reki þann flótta. En það gerir almennngur og starfsmenn Landsspítalans. 

En Davíð vill að þetta mál sé þaggað niður rétt eins og Moggi litli gerir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband