Þingmenn sem tengjast ekki atvinnulífinu og þekkja það ekki

  • Það er augljóst, að þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir hvernig verðlag verður til á markaði fyrir iðnaðarvörur ýmiskonar. 
    .
  • Enda hefur þetta fólk líklega aldrei unnið við verslunarstörf og Það hefur heldur aldrei starfað í íslenskum iðnaði. 
    .
  • Veit greinilega ekkert um hvernig verðmyndur verður til í atvinnulífi sem býr við frjálsa samkeppni
Það er því miður staðreynd, að þessi vörugjöld hafa almennt engin áhrif á vöruverð út úr búð á Íslandi. Heldur er það endanlegt verð sem hefur áhrif á það sem fólk kaupir. Þar koma einnig þættir til eins og gæði, útlit, hvort skortur er á viðkomandi vöru í landinu og hvort varan er í tísku og eða hvort hún er hönnuð eftir þekktan hönnuð og seld undir þekktu og vel auglýstu vörumerki.

En ef vörugjald eða lækkað á vörunni með því að leggja af skatta hækkar aðeins álagning þess sem flytur vöruna inn til landsins og þess sem selur vöruna í verslun sinni. Eðli frjálsrar samkeppni á markaði byggir alltaf á því að fá hæsta mögulega verð fyrir vöruna sem seld er. 

Þessir þingmenn virðast ekki átta sig á þeirri staðreynd að íslenskir kaupmenn hafa lítinn áhuga á að styrkja íslenskan iðnað einkum vegna þess, að þeir ná lítilli álagningu á íslensku vörunni.
Auk þess sem að íslensku vöruna vantar þekkt vörumerki, þekkta hönnuði og er nánast aldrei tískuvara af þessum sökum. Á jafn litlum markaði og Ísland er verður þar aldrei framleidd verulega þekkt vara.

mbl.is Skattur á fátækt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Almenningur sæll, við erum mörg sem höfum áhyggjur skuldurum þessa lands. Ég er t.a.m. einn þeirra. En þetta með vörugjöldin verði aflögð hefur engin áhrif á endanlegt vöruverð. Iðnaðarvörur eru með frjálsri álagningu og eru seldar í frjálsri samkeppni.

Seljandi slíkrar vörur reynir alltaf að hæsta mögulegt verð fyrir vöruna. Verði vörugjöldin aflögð stækkar það aðeins köku kaupmannsins.

Kristbjörn Árnason, 8.10.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er spuni til að gefa verslunum tækifæri til verðhækkana nú þegar sársaukamörkum er náð. Þessi lækkun tolla og vörugjalda fer inn í álagninguna jafnfljótt og allar aðrar ívilnanir við verslunina til þessa.

Það er ófyrirleitinn apuni að þetta sé fyrir fátækt fólk. Það er verslunin sem þrýstir á þetta en ekki fátækt fólk.

Þetta mun engu breyta um verðlagið þegar fram í sækið, en fer beint í vasa verslunarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2013 kl. 03:41

4 identicon

Þið talið eins og verslanir og neytendur á Íslandi búi í sitt hvoru landinu. Svo talið þið um að þessir þingmenn skilji ekki frjálsa samkeppni og haldið því svo fram í næstu setningu að ef hagnaður allra verslana hækkar, þá muni enginn þeirra lækka verð til að auka markaðshlutdeild. Eru það ekki bara þið sem skiljið ekki frjálsa samkeppni?

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 05:38

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Í mínu gamla starfi starfaði ég í hörðustu samkeppni sem þekkist á markaði á Íslandi. Ég er gamall iðnaðarmaður í samkeppnisiðnaði, í grein sem átti í vaxandi samkeppni vegna þátttöku Íslands í EFTA.

Þá stjórnaði ég slíku iðnfyrirtæki árum saman og átti hlut í öðru. Ég þekki alla verðmyndun í frjálsri samkeppni og hef einnig lært um hana í skólum. Eðli frjálsrar samkeppni er, að hver og einn sem starfar í slíku umhverfi reynir alltaf að ná eins háu verði fyrir sína vöru og hægt er. Stundum verður hann að veita afslætti, en það er ævinlega vegna nauðungar á markaði. Þ.e.a.s. að varan hrapar í markaðshlutdeild á markaði.

Því er það er það hárrétt, að hverfi vörugjöld eða lækki verulega breyti það ekki eðli samkeppnis umhverfisins. Áfram verður reynt að ná sem hæstum verðum á vörunni.

Kristbjörn Árnason, 9.10.2013 kl. 07:17

6 identicon

Kristbjörn hefur 100% rétt hér, en hvað um innflutta matvöru, sem hækkar um 66% á milli ára eins og ávextir og grænmeti, þegar þessi sama vara hækkar ekki um krónu erlendis, þaðan sem hún kemur, á sama tíma?

Frá mínum bæjardyrum séð, er þetta hreinn þjófnaður m.a. af hálfu verslunareigenda, úr buddu neytandanns.

Fyrir 50 árum var þessi matur nánst ekki til í verslunum á Íslandi og þjóðin þreifst ágætlega, ef ekki betur en nú.

Er ekki mesti sparnaðurinn í því að hætta að flytja þetta inn?

Lækka rafmagnsverð á gróðurhúsabændur og hætta að hugsa um rafmagnskapal til útlanda.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 10:22

7 identicon

Ef það myndast rými til að stækka köku innflytjenda eða seljenda, þá myndast rými fyrir samkeppni. Ef það er augljóst að kaupmenn eða innflytjendur eru að mokgræða, þá koma fleiri inná markaðinn.

Annars eruð þið kannski of gamlir til að átta ykkur á því, en flestir kaupmenn á íslandi eru að keppa við internetið, og um leið og tollar og vörugjöld lækka, munu kaupmenn og innflytjendur þurfa að vara sig.

Karl (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 15:20

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég þekki ekki matvörumarkaðinn, en geri ráð fyrir að innflutningsverslunin fari eftir svipuðum lögmálum.

En um verðlag á innlendum landbúnaðarvörum gilda allt önnur lögmál. En eins og allir vita er þar um miðstýrt verðlag á afurðum bænda til vinnslustöðvanna. Örfáir bændur eru að reyna að brjótast út úr þeim viðjum en það gengur illa.

Mér virðist sem öll sú miðstýrirng sem þar á sér stað verndi fyrst og fremst hagsmuni vinnslustöðvanna.

Ég geri ráð fyrir að ört vaxandi ferðamannaiðnaður eigi eftir að hafa mikil áhrif á þessum sviðum.

En verslun með matvæli hlýtur alltaf að vera í ákveðinni sérstöðu

Kristbjörn Árnason, 9.10.2013 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband