10.10.2013 | 13:48
Lúxusvandamál
- Ég skil vel að fjölmargir stúdentar eigi í húsnæðisvandræðum vegna þess að fjárhagur er það knappur að þeir eiga í vandræðum með húsaleigugreiðslur í glænýjum húsum sem eru sérbyggð fyrir námsmenn.
Ég skil einnig vel, að alþingismenn hafi sérstakar áhyggjur af lífskjörum háskólastúdenta, enda hafa þeir allir með rennilás og tölu verið háskólastúdentar.
Í þessu sambandi er rétt að rifja það upp, að stuttu fyrir síðustu aldamót (1998) var félagslega húsnæðikerfið lagt niður. Þ.e.a.s. að eina húsnæðiskerfið sem láglaunafólk gat reitt sig á og gat ráðið við að búa í með fullri reisn.
1974 samdi verkalýðshreyfingin um að atvinnurekendur héldu til haga 2% af launum starfsmanna sinna og greiddu þennan hluta launa í sérstakan sjóð hjá Húsnæðisstofnun, sem síðan yrði notað til að niðurgreiða vaxtakostnað af félagslegu húsnæði.
En alþingismönnum er hjartanlega sama um láglaunafólk. Það voru aldrei atvinnurekendur sem greiddu þessi tryggingargjöld, það gerðu launamenn.
Þegar þetta félagslega kerfi var aflagt, fengu launamenn ekki þessa peninga sína í hækkuðum launum.
Frumvarp Bjartrar framtíðar má finna hér á vef Alþingis.
Aðstæður stúdenta á leigumarkaði verði jafnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn. Þorri venjulegs heiðarlegs almennings/skattgreiðenda á Íslandi, hefur alla tíð þurft að berjast fyrir svo sjálfsögðum grunn-mannréttindamálum, eins og heimilis-híbýli fyrir alla eru, á ískalda Íslandi. Undarlega vanþróað?
Í sambandi við skólamálin, þá snýst nám framtíðarinnar um hvar er hægt að nálgast þarfar upplýsingar á rafrænan hátt. En ekki að kaupa og lesa rándýrar, pólitískt útgáfu-studdar og sérvaldar námsbækur þröngsýnis-skólahafta-aflanna heilaþvotta-pólitísku.
Í dag er hægt að læra mjög margt í tölvum, og ekki vantar tækniþekkinguna í þessum jarðheimum.
Einokunar-þröngsýni hagsmuna-aðila einokunar-tölvutæknikerfisins heimsveldis-stýrða er að kosta óviðráðanlega mikið, og skila námsfólki og heildarhagsmunum einungis bankaskuldabagga í mörgum tilfellum.
þeir sem sviknir hafa verið í þá námsfellu bankanna, eru að framfleyta sér á námslánum, til að komast í gegnum lokaða og gamaldags námskerfið heimsveldisstýrða og úrelta.
Undarlegt að gamaldags menntalítilli kerlingu eins og mér, skuli detta í hug að opinbera þessa staðreynd. En nú er þetta sagt, og verður vonandi til gagns fyrir heildarhagsmunina siðferðis-"viðurkenndu" og Stjórnarskrárvörðu.
Vonandi koma kerfisfræðingarnir mér til hjálpar, með smáatriðin í þessu stóra máli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2013 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.