Atvinnurekendur eru jafn sjálfhverfir og áður

 

  •   Þeir hugsa bara um sig sjálfa og eru fastir í eiginn heimi   

 

Þeim er fyrirmunað að finna sig sem órjúfanlegan hluta af þjóðfélaginu sem ásamt öllum öðrum tekur fullan þátt í því, að bera kostnaðinn af rekstri þess.

 

Atvinnurekendur greiða helmingi minni skatta en launamenn almennt auk þess sem þeir greiða skatta af nettótekjum.

En launamenn greiða skatta af brúttólaunum auk þess sem þeir greiða um 14,5% af umsömdum launum sínum í fyrirfram ákveðna lífeyrissjóði.  

Það hefur sýnt sig undanfarin ár, að það er engin nauðsyn að láta atvinnurekendur hanga í pilsfaldi ríkisins. Heilbrigður atvinnurekstur réttir sig við sjálfur og hann þarf enga sérstaka ríkisaðstoð til þess.

Undanfarna mánuði hafa fyrirtækin fengið gríðarlega styrki í gegnum atvinnuleysistryggingasjóð. Er felst í því að fá fólk til starfa sem hefur verið atvinnuleysisskrám sér nánast að kostnaðarlausu

Reynsla þjóðarinnar hefur sýnt , að það er þjóðfélaginu nauðsynlegt að fylgjast vel með atvinnurekstrinum ásamt fjármálalífinu.  Þá hefur jafnan verið lenska hjá mjög mörgum atvinnurekendum að hlunnfara launamenn ef ekki væri haft eftirlit með kjörum  launamanna.

Það væri þjóðinni nauðsynlegt að innflutningfyrirtæki greiddu sömu skatta og launamenn þurfa að gera. Það er einnig fráleitt að geta dregið vaxtakostnað frá tekjum sem eru vegna skuldsetningar til að fjárfesta í óskyldum rekstri.

Einnig vegna lána sem eigendur fyrirtækja taka til að kaupa fyrirtækin. Það eru skuldir sem koma fyrirtækjunum ekkert við.


mbl.is Sér enga áætlun í málefnum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimili + Útflutningur= Eftirspurn = Tekjur fyrirtækja

Hrun heimila + hrun útflutnings = Hrun eftirspurnar = Hrun fyrirtækja

Marteinn Mosdal (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 23:10

2 identicon

Ljót og ömurleg færsla. Að vera einhverfur er alls ekki það að vera sama um aðra. Einhverfir geta búið yfir jafn miklum kærleika og umhyggjusemi og allir aðrir. En þeir þjást oft meira af áreitum eins og ljósi, hljóði og öðru og daglegt líf þeirra er erfitt. Einhverfa er til í hundruðum afbrigða. Ekkert þeirra tengist siðleysi eða mannvonsku. Það sem þú skrifaðir er jafn ljótt og ef ég myndi skrifa: "Alltaf eru glæpamenn jafn krabbameinssjúkir". Einhverfir geta ekkert gert að sinni einhverfu og líða nóg þó þú takir ekki sérstaklega að þér að ofsækja þá, gera lítið úr þeim og skapa fordóma sem skemma líf þeirra með að líkja þeim við þá úr hópi atvinnurekenda sem ástunda glæpi.

Jón (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 23:27

3 identicon

Alhæfðu ekki heldur um atvinnurekendur. Venjulegur atvinnurekandi er maður sem tekur mikla fjárhagslega og persónulega áhættu og hættir í vinnu til að geta skapað öðrum vinnu. Hann tekur á sig alla fjárhagslegu ábyrgðina. Dæmigerður íslenskur atvinnurekandi rekur litla búð og er með sirka 5 manns í vinnu, eða heldur úti álíka smáu þjónustufyrirtæki. Stjórnvöld nýðast á þeim en styðja bara við stóru, ríku atvinnurekendurnar. Þess vegna er svona mikið atvinnuleysi, þeim sem reyna að skapa atvinnu er gert lífið erfitt, nema þeir séu milljarðamæringar.

Jón (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 23:30

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég biðst afsökunar á því Jón, að hafa notað hugtakið einhverfir. Ég hefði átt að vita betur og hef nú leiðrétt fyrirsögnina.

Þá er ég ekkert að alhæfa í þessum efnum er, hér er ég að ræða um þá alila sem samtök atvinnurekenda velja sér til að koma á framfæri viðhorfum samtaka atvinnurekenda. Fundurinn þar sem þessi bílainnflytjandi flutti sína rullu er baráttu og áróðursfundur þeirra aðila sem að honum standa.

Í þessum pistli er ég að benda á þá áherslur þessara samtaka í skattamálum atvinnurekenda. Þau viðhorf segja, að atvinnurekendur vilja ekki greiða jafmmikla skatta og launamenn þurfa að gera.

Fólk í atvinnurekstri stundar ekki þá iðju fyrir aðra, það er ekki að fórna sér fyrir aðra til að skapa öðrum atvinnu. Fólk sem er í rekstri er að skapa sjálfu sér atvinnu og kýs að gera það með þessum hætti. Þeir hafa frelsi til að gera það með öðrum hætti og vera launamenn.

Kristbjörn Árnason, 25.10.2013 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband