26.10.2013 | 13:31
Ástin á stóreigna- og hálaunafólki
- Er takamarkalaus hjá Sjálfstæðisflokknum sem sýnir sig vel í þessum sjónarmiðum varaformanns flokksins algjörlega grímulaust.
. - Fyrir liggur fjárlagafrumvarp, en þar er gert ráð fyrir verulegri skattalækkunum á hálaunafólki og ívilnunum fyrir útgerðina í landinu. Nú stefnir í skattahækkun á láglaunafólki.
Þessi sjónarmið Hönnu Birnu komu vel í ljós þegar ekki mátti hækka heitavatnsgjöld í Reykjavík eftir að m.a. flokksfélagar hennar voru búnir að kafsigla Orkuveituna í óábyrgum fjárfestingum og spillingu. Sem hefði þá hækkað rekstrarkosnað á fasteignum.
Það er út af fyrir sig eðlilegt að sveitarfélög sem hafa getu til þess að lækka gjöld á íbúum sínum geti gert það. En þá á eigin ábyrgð ef illa fer. Þ.e.a.s. að kostnaði slíkum aðgerðum verði ekki síðar varpað á aðra skattgreiðendur í landinu.
En slíkar skattalækkanir verða þá að vera til hagsbóta fyrir alla skattgreiðendur í sveitarfélaginu, en ekki bara fyrir þá íbúa sem eiga fasteignir. Er gæti orðast þannig að öll gjöld sveitarfélagsins væru lækkuð um 10% og slíkt sveitarfélag afsalaði sér um leið tekjum frá öðrum skattgreiðendum.
Það er rétt að geta þess, að margir greiða nánast engin útsvör. En það eru gjarnan þeir sem lifa á arði vegna fjárfestinga, það eru auðvitað fjárfestar og atvinnurekendur. Þetta fólk á gjarnan stórar fasteignir og greiða lítið útsvar.
En launamenn eiga almennt minni fasteignir og myndu ekki njóta svona skattalækkunar nema í litlum mæli. En það eru launamennirnir sem greiða útsvarið. Með lækkun á fasteignagjöldum einum og sér munu framkvæmdir og sveitarfélaganna skerðast. Það bitnar harðast á láglaunafólki.
Heimilt að lækka fasteignaskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki bara stóreignamenn sem eiga fasteignir Kristbjörn,það eru 90% þjóðarinnar.Þetta minnkar líka kostnað þeirra sem leiga út svo það ætti að leiða til lækkunar leiguverðs í eðlilegu ástandi.Mér finnst þetta vera gott mál.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.10.2013 kl. 15:07
Það er rétt hjá þér Jósef, að mikill meirihluti landsmanna er skráður fyrir fasteignumm enda kemur það fram í pistlinum.
En það eru stóreignarmennirnir sem eru skráðir fyrir stórum eignum og ef fasteignagjöld eru lækkuð eða afnumin eru það þeir sem helst njóta þess. Ekki bara það, það er einnig algengt að þessir aðilar greiði engin útsvör eða mjög lág. (vinnukonu útsvör, sem ekki eru í neinum takti við umsvif þessara manna)
Ég segi þetta vegna þess, að ef sveitarfélag getur veitt afslætti af sköttum eiga auðvitað allir að njóta þess í sama hlutfalli. Launmenn eru með minni íbúðir og það eru sem greiða útsvörin fyrst og fremst.
Það eina sanngjarna í þessu er, að allir fái svipaðan afslátt af sameiginlegum sköttum sínum. Það er auðvelt reiknisdæmi.
Því miður að þá hefur lækkun á fasteignaskatti engin áhrif á leiguverð. Þar ráða lögmál markaðarins alfarið.
takk fyrir innlitið Jósef Smári
Kristbjörn Árnason, 26.10.2013 kl. 17:32
ég vil bara bæta því við Jósef af því að ég gleymdi því, að góð stjórnvöld gæta þess vel að allir séu jafnir fyrir settum lögum. Einnig að þau hafi þann tilgang einan að hafa lífskjör allra sem jöfnust og réttmætust fyrir alla.
Hugmyndir ráðherrans ganga því miður í þveröfuga átt.
Kristbjörn Árnason, 26.10.2013 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.