Króatar sluppu billega frá þessu atviki

 

  • Það er orðið algengt í austur - Evrópu að stórir hópar af fótboltabullum sem aðhyllast fasisma nýta stóra knattspyrnuleiki og ýmsa íþrótta vettvanga til að koma fram þessum fasistaskoðunum sínum. 

 

 

 

  • Það hefði engum þótt það óeðlilegt, að Króatíu hefði verið vísað úr þessari keppni 

 

En þetta er í fyrsta sinn sem jafn þekktur knattspyrnu maður og leikmaður í landsliði króata skuli nota misnota landsleikjarvettvang til  að koma til skila slíkum áróðri og að standa fyrir slíkri ósvífni. Það er ljóst, að fasistasamtök í Króatíu hafa skipulagt þessa uppákomu.

Króatar voru þekktir stuðningsmenn Hitler á stríðsárunum og sýndu af sér einstaka grimmd  í þessu stríði. Þessi átök hafa ætíð verið í Króatíu í þessu landi. Landið er mun styttra komið í allri þróun frá stríðsárunum og það er almenn fátækt í landinu.


mbl.is FIFA búið að kæra Simunic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þetta atvik á sér hugsanlega lengri aðdraganda.  Ustaša fasistasamtökin voru svo skelfileg að meiraðsegja nasistum sem störfuðu með þeim var um og ó.  Eftir stríðið flúðu margir meðlimir Ustaša til Ástralíu en þar er Simunic einmitt fæddur.  Manni rennur helst í grun að hann sé afkomandi einhverns af þessum villimönnum.   Svo er það spurning hvað hefði gerst ef Króötum yrði einfaldlega vísað úr HM vegna þessa atviks.  Það er grimmilegt að refsa öllu liðinu fyrir fávitaskap eins leikmanns og verður örugglega ekki gert, en færi svo þá væri nokkuð ljóst að Ísland tæki sæti Króatíu í Brasilíu!

Óskar, 23.11.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband