6.12.2013 | 11:21
Málefnaleg og heiðarleg svör Steingríms J Sigfússonar
En hann óttast að boðaðar aðgerðir í skuldamálum almennings muni valda mörgum fjölskyldum sem til þessa hafa staðið í skilum miklum vonbrigðum.
Þar sem aðgerðirnar verða greinilega miklu efnisminni heldur kosningaloforð Framsóknarflokksins gáfu vonir um.
Þá er ljóst að ríkissjóður muni standa fyrir og ábyrgjast 80 milljarða niðurfellingu skulda vegna þessara aðgerða. Aðgerðin verður aðeins rúmlega fjórðungur af þeim loforðum sem Framsóknarflokkurinn bauð þjóðinni fyrir kosningar.
Steingrímur hrósar skýrslunni og segir hana gera góða grein fyrir fyrirhuguðum ráðstöfunum en það veldur honum vonbrigðum, að fólk sem áður hafði fengið nokkra aðstoð og er svo sannarlega enn í vanda muni ekki njóta aðstoðar nú nema að takmörkuðu leiti.
Fyrri aðstoð dregst frá að upphæð 65 milljarðar sem var hluti af skjaldborginni hjá síðustu ríkisstjórn til handa skuldurum eigi að koma til frádráttar, þ.e.a.s. 110%-leiðin, sértæk skuldaaðlögun, greiðsluaðlögun og sérstök vaxtaniðurgreiðsla.
Þá er afar óljóst hvort til dæmis vextir og verðbætur á leiðréttingarhluta lánanna hafi áhrif á niðurfellingu nafnverðs skulda fólks og þar með uppsafnaður bankakostnaður sem er jafnan greiddur upp við uppgjör á lánum. En þetta hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á niðurstöðuna hjá fólki.
En greinilegt er, að þetta verður þessi eignatilfærsla frá láglaunafólki til millistéttarinnar og hluta af hálaunastéttinni. Allar líkur eru á því að þessir 80 milljarðar lendi á skattgreið-endum næstu ár, er þá skila sér heimilanna með auknum niðurskurði ríkisútgjalda í t.d félagsmálin, í auknum sköttum og aukinni skuldsetningu ríkissjóðs sem launamenn almennt þurfa þá að greiða.
En stærstur hluti hálaunahópsins sleppur eins og venjulega auk þess sem þessi hóps nýtir óverðtryggð lán til sinna íbúðakaupa og varð ekki fyrir skaða af gengisfallinu en hafa væntanlega greitt hærri vexti tímabundið. Þetta gerir þetta fólk í krafti aðstöðu sinnar og með ýmsu móti.
Allt á þetta auðvitað eftir að skýrast væntanlega
Leiðréttingin ávísun á vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Athugasemdir
110% leiðin var ekki 48ma heldur 46.
Af þeim 46 fór stór hluti í gegnum viðskiptabankana, þaklaust og töluvert til fólks sem ekkert þurfti á því að halda.
Að dæma frádrátt fyrri aðgerða frá er sjálfsagt enda ekki réttlátt að hjálpa einum oft en öðrum aldrei.
Munum líka að Íbúðalánasjóður dró frá laust veðhæfi.
Almennt er talið að til "almennings" hafi 110% leiðin skilað 28ma
Fyrri hluti sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu var svo sótt á sama stað og það sem Steingrímur vill draga frá núna, nefnilega að "láni" frá lífeyrissjóðunum.
Ef að bera á saman að þá dregst sá hluti (15ma) einnig frá og aðeins seinni vaxtagreiðslan eftir sem er rétt um 11,8ma. Sértækar aðgerðir voru svo 7,6ma.
28+11,8+7,6 =47,4.
Merkilegt er síðan að Steingrímur var í ríkisstjórn með Jóhönnu sem gerði ekkert í verðtryggingunni 2009-13 þrátt fyrir að hafa lofað að taka "strax" á henni 1993.
Óskar Guðmundsson, 6.12.2013 kl. 14:41
Sæll Óskar og takk fyrir innlitið hér. Ég ætla mér ekki að ræða við þig um hvernig þessar aðgerðir tókust. Ég þekki það ekki. Í reikningum Steingríms voru þetta 65 milljarðar sem fóru úr ríkissjóði og fóru í aðgerðir sem hann tiltekur í svörum sínum.
Ég er viss um, að ef hann er að fara með fleypur munu einhverjir alþingismenn eða ráðherrar leiðrétta það sem hann segir.
Það hefði vissulega verið gott, ef vísitalan hefði verið tekin úr sambandi í einn mánuð eða svo í október 2008.
En ríkisstjórn Jóhönnu setti aldrei á dagskrá að afnema verðtryggingu á lánum.
Ég man ekki eftir því að út úr þjóðarsáttarsamningum hafið komið eitthvað um að afnema verðtryggingu á lánum og var ég þó þátttakandi í þeirri samningsgerð. Eða að ríkisstjórn Davíðs og skósveinsins Jóns Baldvins 1993 hafi komið með slíkt loforð er mér finnst ósennilegt, en það kann að vera. En það ár var bannið við verðtryggingu á launasamningum 10 ára.
En þú mátt alveg vita það, að ég er einn þeirra sem mun njóta þessara nýju ráðstafanna.
Kveðja
Kristbjörn Árnason, 6.12.2013 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.