6.12.2013 | 16:29
Sundurlyndið er ekki gott veganesti
- ASÍ og landsambönd innan þess ganga klofin til leiks í þessum kjaraviðræðum.
Ráðandi hópur innan þeirra raða eru gjarnan þeir sem hæstu launin hafa. Ýmsar skipulagsbreytingar innan samtaka iðnaðarmanna hafa einmitt styrkt stöðu þessara aðila og hefur þeim tekist síðustu ár að sveigja stefnu ASÍ í átt að stefnu samtaka atvinnurekenda í stórframkvæmdum.
Þó eru innan raða iðnaðarmanna hópar sem eru á taxtalaunum og eiga þeir ekki lengur neina sterka forystumenn.
Innan Starfsgreinasambandsins opinberaðist alvarlegur klofningur þegar Faxaflóafélögin svikust undan nýsamþykktri stefnu SGS um launabreytingar.
Blekið var varla þurrt á samþykktum SGS um að launakrafan ætti að vera um 20 000 kr mánaðarkaupshækkun fyrir alla félagsmenn. Faxarnir vildu fá 2% hækkun og kröfu um að vernda núverandi kaupmátt.
SGS breytti stefnu sinni á ögurstundu og opnuðu klofið með kröfu um 10 þús kr hækkun á mánaðarlaun.
M.ö.o. launahækkunarkrafan var lækkuð um helming. Þetta er auðvitað óskiljanlegt nema að baki liggi verulegt launaskrið við Faxaflóann hjá verkafólki.
Ekki hefði ég verið hissa þótt einhverjir hefði labbað út við þessar aðstæður.
Vísar viðræðum til sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Athugasemdir
Er það þá alt í einu SGS sem vildi 10.000 króna hækkunina? Var búinn að lesa um að til dæmis Vilhjálmur á Skaganum hafi talað um 20.000 Króna hækkun þegar svo ASÍ stökk inní með 10.000 Krónu hækkunina.
Hvað er rétt í þessum fréttum?
Hef alltaf heyrt talað um að SGS vildi bara 2000 króna hækkun og ekki Krónu meir.
Sjálfur er ég á því að að lægstu útborguðu laun megi ekki vera undir 300.000 krónum á mánuði miðað við yfirvinnulausar vinnuvikur. Svo vil ég líka hafa vinnuvikuna 35 stundir í stað 40.
Elli og örorkuþegar eiga að vera skattfrjálsir líka. Ellilífeyrisþegar hafa unnið fyrir sínu gegnum lífið og eiga þá að hafa áhyggjulaust æfikvöld.
Skattleysismörk eiga að hækka umtalsvert líka svo eitthvað verði úr laununum.
Þeir sem svo eru með útborgun uppá 500.000 Krónur og yfir, eiga ekki að hækka í launum þrátt fyrir að við hin hækkum uppí 300.000 Króna útborgun.
Svona get ég lengi haldið áfram.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 6.12.2013 kl. 22:29
Sæll Ólafur Björn,
SGS samþykkti að gera að stefnu sinni að gera kröfur um 20 000 kr. launahækkun. Þ.e.a.s. 10% launahækkun til þeirra sem eru með kr.200 þúsund á mánuði. Á fyrsta fundi samninganefndar SGS með atvinnurekendum opnaði nefndin á launakröfu upp á 10 þúsund og formaður Akranesfélagsins gékk út.
Þá hefur samninganefndin skyndilega hrokkið í gírinn og vísað málinu til sáttasemjara og gert kröfu um um 20 þúsundin.
Kristbjörn Árnason, 7.12.2013 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.