3.1.2014 | 17:03
Sölvi Helgason reiknar nú fyrir atvinnurekendur
- Það er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það.
- Því minna því meira, en Sölvi er eldklár í þríliðunni eins og alþjóð veit
Það er enginn í vafa um að lægstutaunataxtar hafa í prósentum hækkað mest allra launataxta. En í krónum talið hafa þeir ekki hækkað nóg til að fylgja hærri launatöxtum í samfélaginu í launahækkunum.
Sölvi Helgason getur búið til helling af dæmum um fádæma hækkun á þessum launaflokkum sem eiga auðvitað ekki að vera til. Það eiga heldur ekki að vera til fyrirtæki sem komast upp með það að greiða laun undir 300 þús á mánuði fyrir fulla dagvinnu og það vita allir.
Flugleiðamaðurinn ætti einnig að vita það.
Þessar tölur eru beinlínis til skammar þar fyrir utan hafa þessi fyrirtæki sem ekki geta greitt eðlileg laun fengið helling af fólki frá Atvinnuleysistryggingasjóði til starfa án þess að þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir vinnu þessa fólks. Nema hnefa af hrísgrjónum við og við.
- Aumingja mennirnir, þeir kunna ekki að skammast sín
Lægstu taxtar hafa hækkað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn. Ekkert veit ég um Sölva Helgason, og hef ekki skoðun á þeirri sögupersónu.
Staðreyndin er sú, að umboðsmaður skuldara, (lögfræðingarnir), notuðust við lágmarksframfærslu-viðmið, í innheimtuaðgerðum sínum árið 2010.
Það lágmarksframfærslu-viðmið lögfræðinga umboðsmanns skuldara, sem voru og/eða eru enn staðsettir í turninum við sjávarsíðu Reykjavíkurborgar, var virt/notað af innheimtufyrirtækjum (hver sem þau eru nú í raun).
Og þrátt fyrir að lágmarksframfærslu-viðmið væru hvergi annarsstaðar virt/notuð í íslensku samfélagi? Og ASÍ-Gylfi Arnbjörnsson veit ekki einu sinni af þessu, miðað við hvernig hann talar í dag.
Hér á landi er hreinlega öllu stjórnsýslu-valdakerfinu stjórnað af siðlausum hvítflibba-glæpamönnum, sem eru svo alvarlega sjúkir, að enginn þorir einu sinni að taka á þeim, með vel siðferðis-sótthreinsuðum töngum. Hvað segir það okkur?
Það er varla hægt að komast nær Mammon-guði Djöfulsins, heldur en siðblind Páfa-stjórnsýslan á Íslandi hefur komist. Það er gjörsamlega allt gegnumsýrt af helsjúkri siðblindu og spillingu.
Það er full ástæða til að vera hræddari við lífið á jörðinni, heldur en dauðann, ef sama helsjúka hugarfarið fær líka að stjórna gjörðum einstaklinga áfram. Breytingar verða að koma frá einstaklingum, sem eru tilbúnir að fórna lífinu fyrir siðferðis-skyldugan sannleikann.
Ég bið almáttugan góðan Guð að hjálpa þeim siðferðislega/andlega gerilssneyddu sálarteturs-öreigum, sem valdið hafa í augnabliki nútímans.
Staðreyndin er sú, að eilífðin varðveitir sannleikann í alheimsvitundinni. Það vita jarðarbúar í undirmeðvitundar-sálu sinni. Páfaveldið í Róm á ekki sálirnar né alheimsvitundina, frekar en undirþjónar Páfa: biskupar/lögregluyfirvöld/dómstólar, vítt og breitt um jörðina eiga ekki sálirnar.
Við höfum öll fengið okkar sálarlíf frá hinum eina sanna og algóða sálar-Guði, sem stýrir sannleikanum og réttlætinu í öllum víddum veraldar. Það þarf engin trúarbrögð til að tengjast Guði almáttugum,=(alheimsgóðu ljósorkunni).
Páfaveldin (biskuparnir/stjórnsýslan) eru ekki á neinum sérsamningi hjá almáttugum og góðum Guði.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2014 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.