Strengjabrúður í ráðneytum

 

  • Er  leika sér að sannleikanum á Alþingi og fara ansi frjálslega með hann 

Núverandi umhverfisráðherra virðist greinilega vera strengjabrúða ýmissa hagsmuna aðila. Aðila sem virðist geta nú farið sínu fram, algjörlega á skjön við hagsmuni almennings í landinu. 

Það hafa farið fram skoðanakannanir þar sem spurt hefur verið um vilja almennings um að byggð verði fleiri álver í landinu. 

 

Mikill meirihluti landsmanna er á móti fleiri álverum. Ef eitthvað er að marka slíkar kannanir,  því þær ber að taka af varúð. En þetta var ekki bara ein könnun heldur fleiri sem allar sýna svipaða niðurstöðu.

Þá er það ekki í boði þjóðarinnar, að bjóða erlendum fyrirtækjum innlenda orku á undirverði og jafnvel á verði sem er undir framleiðslukostnaði þegar heildar-myndin er tekin með. Slík vinnubrögð verða ekki liðin af þjóðinni lengur, rétt eins og gerðist með Kárahnjúka hneykslið.

Umhverfisráðherrann og iðnaðarráðherrann virðast vera á mála hjá einu þessara fyrirtækja sem hefur á undanförnum mánuðum verið að vinna á bak við tjöldin til að ná markmiðum sínum um að fá keypta orku á tombóluverði. Þá hafa þessir aðilar einnig tekið þátt í pólitískri starfsemi í landinu, bæði ljóst og leynt.  

11:51 Náttúruverndasamtök Íslands fordæma þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera þannig að hægt verði að ráðast í gerð nýrrar útfærslu af Norðlingaölduveitu. Mörk friðlandsins verða dregin í kringum hugsanlegt lónsstæði.

Friðlýsing Þjórsárvera breytir engu 


mbl.is Stangast á við svar síðasta haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband