Það er ósannur áróður að launahækkanir valdi verðbólgu

  • En það gera verðhækkanir aftur á móti, þ.e.a.s. þegar fyrirtækin í landinu velta öllum (sömu %) launakostnaðarhækkunum út í verðlagið,  ásamt opinberum aðilum eins ríkisstofnanir og sveitarfélög. 
  • ASÍ Alþýðusamband Íslands
  • Þetta eru ekki ný sannindi
     
  • Það að ASÍ skuli gera samning sem þennan sýnir einkum tvennt. Það er hversu veik forysta ASÍ er orðin vegna lítilla tengsla við félagsmenn verkalýðsfélaganna. 
  • Einn hitt hversu mikill áhrifamáttur auglýsinga er orðinn í landinu, í hvers konar pólitískum áróðri.

 

Launakostnaður í verslun og í iðnaði er almennt innan við 25% af rekstrarkostn-aði fyrirtækja og því minni sem almenn laun launamanna eru lægri að meðaltali í einstökum fyrirtækjum.  Það er einfalt reiknisdæmi að 2% almenn launahækk-un veldur um 0,5% hækkun á rekstrarkosnaði fyrirtækja.

Það eru því fyrirtækin sjálf sem eru helsti skaðvaldurinn í því að valda verð-bólgu, hækkun á þjónustugjöldum opinberra aðila sem eru í raun flöt skatta-hækkun  er bitnar helst á launafólki og sérstaklega barnafólki.

M.ö.o. að fyrirtækin eru í raun að græða á þessum kjarasamningum vegna umtalsverðra skattalækkanna hjá fyrirtækjum landsins.

Ef þær hækkanir sem nú hafa komið til framkvæmda og fyrirséðar hækkanir fyrirtækja verða að veruleika, verður að skoða slíkt sem svik við gerða samninga og breytir þá engu hver þróunin var áður en samningar voru gerðar.

Það verður því að líta á 20% hækkanir á komugjöldum nú um áramótin sem hreina skattahækkun. Því áður var þessum gjöldum stillt í hóf og ekki breytt í 5 ár. Því þessi gjöld höfðu staðið í stað frá 1. janúar 2009 - er hækkuðu þá samkvæmt gjaldskrá sem Guðlaugur Þór setti 2008.

Vinstri stjórnin afnam auk þess komugjöld barna á bráðadeildir og í heilsugæslu.

Nýgerðir kjarasamningar eru í raun brostnir


mbl.is Dragi verðhækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband