5.2.2014 | 17:49
Arfavitlaus framsetning hjá Menntamálaráðherra
- Í framhaldskólamálum þjóðarinnar.
Það eru eru allar líkur á því að hægt sé, að stytta nám í framhaldskólum niður í 3 ár að meðaltali en það gerist bara ekki með þeim áherslum sem í gangi eru í námskrám framhaldskólakerfisins. Til þess að þetta geti gengið er nauðsynlegt að breyta verulega inntaki kennslunnar og námsins. En einnig viðhorfum.
- M.ö.o. það þarf að stokka upp, þrífa línuna og beita á ný.
. - Auka þarf kröfur verulega til náms í bóknámi fyrir þá sem ætla í háskóla.
. - Breyta þarf verulega námskrám fyrir fólk í framhaldskólum sem ætla sér að fara í viðurkenndar starfsgreinar í atvinnulífinu.
- T.d. eru allar iðngreinar skapandi greinar og slíkum greinum verður að fjölga verulega og gera þeim jafn hátt undir höfði og öðrum greinum.
En það eru fjölmargir varðhundar ýmissa hagsmuna á þeirri leið sem fara verður til að skapa arðbærara skólakerfi. Erfiðasti varðhundurinn eru viðhorfin sem gera upp á milli námsefna í skólakerfinu og gera upp á milli hvað það er sem teljast vera mikilvægar námgreinar og hverjar ekki. Þau eru allsstaðar.
Afar stór varðhundur á leiðinni sem er stóri voffinn á vegum kennarasamtakanna sem stendur vörð um latínugreinarnar. Ríkjandi sjónarmið í kennarastétt er, að ekkert er mikilvægt nám nema að það sé hreint bóknám samkvæmt latínuskólahefðinni, m.ö.o. námsgreinar yfirstéttarinnar og eða aðalsins í Evrópu.
Þá eru það iðnmeistararnir sem héldu á árum áður, að með því að takmarka aðgang nýrra iðnnema í iðngreinarnar væru þeir að vernda eigin hagsmuni, þ.e.a.s. hagsmuni fyrirtækjanna. Það hefur reynst alrangt, þvert á móti hefur það hamlað framþróun.
Meistarakerfið er gríðarlegur dragbítur á uppbyggingu raunverulegs iðnnáms á Íslandi og hefur lengi verið. Einnig dragbítur á frekari uppbyggingu á nýjum formlegum iðngreinum sem gætu boðið upp á skaplegri laun fyrir launamenn en þau sem ófaglærðir verkamenn njóta. Einnig meiri framleiðsluverðmæti í þjóðfélaginu.
Þetta sem framhaldsskólarnir kalla fjölbreytt nám ætlað fyrir fólk sem ætlar að stunda verkleg störf er hreint prump. Þessar námsbrautir skapa enga áhugaverða möguleika fyrir ungt fólk nema í undantekningartilfellum og gefa þeim engin formleg starfsréttindi eða virðingu meðal manna.
- Í dag geta bóknámsnemendur lokið prófi úr framhaldskóla á 3 árum ef þeir hafa getu og vilja til þess.
- .
- Það er reyndar námsbraut sem mættu vera meira krefjandi fyrir nemendur ef þeir ætla í háskólanám eins og fyrr segir.
. - Samt kjósa nemendur almennt að ljúka slíku námi á 4 árum og mjög margir á 5 árum.
. - Það má auðveldlega fjölga þeim mánuðum sem kennt er í á hverju ári, en það er efamál hvort það breyti mjög miklu.
Nemendur hafa flestir áhuga fyrir öðrum hlutum en að ljúka námi á svo stuttum tíma. Þeir eru farnir að lifa lífinu, reka bíl og eru búnir að stofna fjölskyldur. Samfélagið á svo að veita námsmönnum félagslega aðstoð eins og þurfalingum.
Eitt er alveg öruggt og ráðherran gleymir alveg að minnast á. Hann getur ekki rekið fólk út úr framhaldskólunum eftir 3 ára veru þar. Þ.a.l. er þetta ekki framkvæmanlegt með tilskipunum ráðherra. Því það eru nemendur sem hafa valið sér tímalengdina í framhaldskólanum. En það er full þörf á því almennt, að stytta veru nemenda í framhaldskólum landsins.
Eina færa leiðin er að efla nám í greinum framhaldskólans sem útskrifa nemendur til fullra réttinda í atvinnulífinu. Það geta hæglega verið styttri námsbrautir með möguleikum til framhaldsnáms.
Það er einnig mikilvægt að inntak bóknáms í slíkum greinum verði að vera allt annað og einfaldara en í námsleiðum sem eru til undirbúnings fyrir háskólanám. En fagnámið verður að vera metnaðarfullt.
Þá er auðvitað löngu kominn tími til þess, að virða og meta slíkar greinar að verðleikum. Yfirvöld verða að ganga á undan í þeim efnum. Það er þjóðinni lífsnauðsynlegt að efla fjölbreytt atvinnulíf með því að beita framhaldsskólunum fyrir vagnin í þeim efnum. Þeim peningum sem varið er í slíka uppbyggingu er vel varið.
Nú er endalaust rekinn áróður fyrir háskólaleiðinni, með þeim afleiðingum að mikill fjöldi fólks flosnar upp úr háskólanámi án allra formlegar réttinda sem betur hefðu valir aðrar námsleiðir á framhaldskólastigi.
Þeir eru þegar í svipaðri stöðu og þeir 50 þúsund einstaklingar (þriðjungur nemenda frá 1975) sem ekki luku námi í framhaldskóla.
Ekkert nema ráðleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.