Uppþvotturinn

 

  •  Allt samkvæmt ákveðinni röð upp úr vaskinum er hlutunum raðað eins og gömlu valdaflokkarnir vilja hafa hlutina. Þeirra menn skulu allstaðar vera í forsvari og væntanlega líka í Seðlabankanum    

Nú má gera ráð fyrir, að sá sem var dæmdur fyrir þá sök að brjóta stjórnarskránna í starfi sem forsætisráðherra verði settur í gömlu þvættisgræjurnar á Alþingi.

Það ku vera eitthvað öðruvísi græjur en venjulegar uppþvottavélar.


Eftir stórþvottinn má sterklega reikna með því að kallinn verði gerður að seðlabankastjóra til æviloka. 

Líklega er það hinn stóri samningur milli þessara stjórnarflokka.

Guðsmaðurinn mun væntanlega leggja blessun sína yfir athæfið. 

  • Hæstiréttur, RÚV, Landsbankinn og Seðlabankinn. Allt í vinnslu, gömlu valdaflokkarnir eru að ná tökum á öllum þráðum samfélagsins.

 

 


mbl.is Starf seðlabankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhugaverð kenning hjá þér. En eff hún reynist rétt eru Sjálfstæðismenn heimskari en mig grunaði, og er þá mikið sagt.

Sú ákvörðun þeirra að fjalla um áfengissölu í matvörubúðum meðan heimilin brunnu, yrði gáfuleg í samanburði við það.

Muna ekki annars örugglega allir hvaða afleiðingar sú ákvörðun hafi? (Eða: eru Sjálfstæðismenn klárari en gullfiskar?)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband