Skrautleg sýndarmennska

 

  • Þessi skilyrði í þingsályktunartilögunni fyrir því að ekki verði teknar upp viðræður við ESB að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eru haldlaus með öllu.
    .
  • Því eitt Alþingi getur ekki skuldbundið annað sem er skipað öðrum þingmannameirihluta.
    .
  • Því önnur ríkisstjórn með ríkan vilja til þess að hefja þessar viðræður að nýju getur hæglega lagt fram nýja ályktuntillögu og fengið samþykkta um að hefja viðræður að nýju og um leið ógilt þessa sem nú stendur til að samþykkja. 

Þetta er auðvitað hrein sýndarmennska sem hér er ritað:
„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Þetta eru auðvitað ótrúlegir orðaleikir sem hefur aðeins gildi meðan meirihluti Alþingis er þessu samþykkur og er fyrir neðan virðingu Alþingis að gera slíkar samþykktir.. 

  • Til að breyta stöðunni til frambúðar verður að verða þjóðaratkvæðagreiðsla sem ákveður þetta og e.t.v. breyting á stjórnarskránni.

 


mbl.is Ekki sótt um án atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband