25.2.2014 | 15:46
Ellibelgirnir gera ályktanir
- En unga fólkið hefur aðrar skoðanir
Gamlir Sjálfstæðismenn styðja sína menn
Þá fá þeir stuðning frá gömlum vini úr pólitíkinni
Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun, segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra.
Auðvitað er Hjörleifur frjáls af því að hafa hvaða skoðun sem er. En hann hefur alla tíð haft harða skoðun á samskiptum Íslands við ríkjasmbandið.
Nú skrifar hann í blaðið hjá vinum sínum og skoðanabræðrum væntanlega, þ.e.a.s. í blað útgerðanna sem engin veit hver á. Það er ekki ósennilegt að erlendir útgerðar töluvert í þessu blaðkorni í gegnum útgerðir á Íslandi.
Oft var ég sammála Hjörleifi um þessi mál og raunar einnig um tilveru Íslands í EES og í EFTA. En það virðist augljóst að Hjörleifur treystir ekki þjóðinni til að taka rétta ákvörðun. Það er að mörgu leiti skiljanlegt því áróðursmaskínur samtaka atvinnurekenda eru öflugar. En nú skrifar hann einmitt í eina maskinuna grein. Hér á svo sannarlega við að segja: Til margra hluta eru þeir nytsamir þessir sakleysingar.
En ég er ósammála honum um það, að ekki geti verið skynsamlegt að skoða möguleika Íslands í öðruvísi tengslum við ESB. Þjóðin er inni í ESB eins og staðan er nú en án nokkurra áhrifa um eigin stöðu í Evrópu.
Mér finnst alveg ótækt að láta útgerðaraðila eina um að stjórna því hvernig þessum tengslum er háttað til framtíðar. Ef hagsmunir útgerðarinnar breytast sem búast má við innan tíðar vegna breytinga í útgerð og vinnslu á sjávarafla. Mun afstaða þeirra til ESB einnig breytast.
Rétt er að minna á þá staðreynd, að eindregnir skoðanabræður og gamlir félagar Hjörleifs eru flestir farnir úr VG. Flokknum sem hann stóð að að stofna ásamt öðru góðu fólki.
Samtök eldri sjálfstæðismanna álykta um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Athugasemdir
Íslenskur almenningur sér ekki muninn á því hvaða auðrónar arðræni fiskimið landsins, hvort þeir eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Nokkuð ljóst er að arðurinn af veiðunum kemur þjóðinni ekki með neinum hætti til góða. Maður spyr sig hversvegna þeim gullskeiðadrengjum sé svo mikið í mun að koma þessu máli í gegn fyrir þinglok, sem eru jú innan skamms vegna sveitastjórnakosninganna. Eitthvað liggur mikið á, einhverjir peningahagsmunir eigenda sjálfgræðisflokks og afturhaldsins í framsókn er þarna að veði.
E (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.