25.2.2014 | 16:17
Margt er skrítið í kýrhausnum
- Reykvíkingar eru óánægðari með þjónustu borgarinnar en íbúar fimmtán annarra sveitarfélaga með þjónustu í sinni heimabyggð.
Ekki er ég hissa á þessari niðurstöðu en ekki vegna þess að ég telji að þjónusta borgarinnar sé verri en þjónustan í þessum viðmiðunar sveitarfélögum. Heldur þveröfugt, því víða er ekki haldið uppi lögboðinni þjónustu en fólk samt ánægt.
Ekki var þjónustan betri þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni ásamt allri þeirri miðstýringu sem þá var við lýði og spillingu á fjölmörgum sviðum.
Líklegast er þjónustan hvergi meiri við borgaranna í þessum byggðarlögum en einmitt í borginni, en kröfurnar þar eru greinilega miklu meiri til þjónustu.
Líklegast er þjónustan hvergi meiri við borgaranna í þessum byggðarlögum en einmitt í borginni, en kröfurnar þar eru greinilega miklu meiri til þjónustu.
Þá heldur borgin uppi ýmiskonar þjónustu við fólk sem hefur flúið sín heimabyggðir hingað og þangað um landið af einhverjum ástæðum.
En auðvitað má gera miklu betur á fjölmörgum sviðum.
Reykjavíkurborg fær falleinkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.