Þetta er hrein valdníðsla

 

  • Það er mín skoðun og að þessi níðingsskapur fari gegn hagsmunum almennings í landinu
    .
  • Það hafði aðeins verið gerð krafa af hendi íbúanna í Vatnsleysu-strandahreppi að þessi nýja lína sem á að byggja sérstaklega fyrir Helguvíkurálver verði sett í jörð.

  • Þeirri kröfu er hafnað.

 

M.ö.o. iðnaðarráðherra tekur hagsmuni erlends fjölþjóðafyrirtækis fram yfir hagsmuni almennings í þessu máli.  Það hefur mörgum sinnum komið í ljós, að það er ekki þörf sérstaka háspennulínu af þessari stærðagráðu á Suðurnes fyrir íbúa á nesinu og fyrir eðlilega íslenska uppbyggingu á atvinnulífi.

Það var troðið á íbúum hreppsins og flokksfélagum ráðherrans tókst með óþverrabrögðum að koma upp klofningi með sveitarstjórnarmanna. En þeir landeigendur sem neituðu að fallast á þessar loftlínur lægu um land þeirra verða þá að sæta því að missa sitt land.

Enn það er merkilegt að línan fer í jörð gegnum land Reykjanesbæjar og gegnum Hafnarfjörð. Þá vaknar spurningin um Heiðmörkina. Ætlar borgar-stjórnin að fórna hagsmunum Reykvíkinga vegna þessa álvers. Það er eins gott að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í stjórnunaraðstöðu í borginni.

  • Þetta er aðeins eitt dæmið um valdníðslu núverandi ríkisstjórnar gagnvart almenningi í landinu


mbl.is Heimilt að taka jarðir eignarnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Um áratugi hafa allar ríkisstjórnir tekið hagsmuni þeirra sem reisa raforkulínur fram yfir lögvarin þinglýst eignarrðéttindi jarðnæðis og fengið slíka skika á „slikk” þegar eignaarnámsbætur voru´ákvarðaðar.

Þessi háttsemi á að heyra liðinni tíð. Alltaf á að vera á endanum að vera hægt að meta eignir jarðeiganda til fjár og einnig hvers virði landnæðið sem óskað er eftir er þeim sem leggja línurnar. Nú svo kann að vera að jarðeigandinn vilji alls ekki selja af landi sínu þá verða línumenn að fara aðrar leiðir sem eru falar fyrir eitthvert fé.

Ég krefst þess að stjórnvöld hætti þessu ofríki og láti menn um að semja sín á milli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.2.2014 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband