Óráðsía ríkisvaldsins í kjaramálum starfsfólks

 

  • Hver er ábyrgur komi til verkfalls kennara?
    .
  • Hver bætir nemendum skaðann? 

Það kemur á óvart að þessar aðgerðir framhaldskólakennara skuli ekki ná til allra framhaldskóla landsins. Ég sem aðrir íslendinga veit að ríkið greiðir laun allra kennara og er þá sama í hvaða skóla þeir kenna.

 

Ég hefði þar með haldið að laun kennara í framhaldskólum væru á sama róli í öllum skólunum og færi eftir svipuðum reglum.  Þess vegna hefði verið bæði siðferðilega rétt að boða verkfall í öllum skólum. Einnig er það morgunljóst fyrir mér að það væri sterkari staða fyrir kennara og skaðaði því nemendur minna.

Ekki gengur hjá ríkisvaldinu að varpa ábyrgðinni yfir á kennara vegna þeirrar ákvörðunar stéttarinnar að boða til vinnustöðvunar. Ríkisvaldið hefur til þessa kosið að nota afar gamaldags aðferðir í viðræðum sínum við sitt starfsfólk. Það eru ríkjandi þau viðhorf þar á bæ, að svonefndir aðilar vinnumarkaðarins eigi að móta stefnu ríkisins í kjaramálum. Þ.e.a.s. samtök atvinnurekenda móti stefnuna.

Kennaralaunin lækkuðu um nær 30% við hrunið á öllum skólastigum. Vinnutíminn var styttur og þar með launin vegna úreldra vinnubraða í skólum, settir voru miklu fleiri nemendur á hvern kennara og stuðningsaðilum fækkað mjög. Kennarar eru enn í sömu stöðu á meðan fólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið verulegar bætur fyrir löngu vegna kjaraskerðingar með launaskriði sem mælist vera um 16% að jafnaði. Það er eðlilegt að kennarar fái nú loks sínar eðlilegu launabætur.

Þetta eru auðvitað skelfileg vinnubrögð hjá ríkisvaldinu að láta kjaramál kennara lenda átökum sem enda iðulega með verkföllum sem skaða alla. Ekki gengur heldur upp að láta ríkið fara skaðlaust frá borði.

Það hlýtur a.m.k. að vera eðlilegt að ríkið endurgreiði nemendum skólagjöld að fullu og kaupi af nemendum skólabækur þær sem þeir hafa keypt vegna námsins. Þá væri óbættur skaðinn vegna þess að tíminn sem fór í skólagönguna verður ónýtur fyrir nemendur. Þetta er mál sem verður að fara fyrir dómstóla. 


mbl.is Niðurstaðan gríðarlegur stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband