8.4.2014 | 15:01
Kemur á óvart
- Ég sem hélt að helmingur kjósenda sem kusu þessa flokka til ábyrgðar væru yfir sig ánægðir
En samkvæmt nýrri könnun MMR. Segir fjórðungur aðspurðra sagðist hvorki ánægður né óánægður. Aðeins 27,5% eru ánægðir með skuldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Er nema von að þessir fórnfúsu menn hugsi sem svo
er þessi þjóð aldrei ánægð með neitt sem við persónulega gerum fyrir hana
Að vísu hef ég aldrei tekið mark á skoðannakönnunum þessa fyrirtækis sem ég hef á tilfinningunni að sé aðeins skúffufyrirtæki Moggans.
Það er a.m.k. ekki einkennleikið hvað flestar niðurstöður eru þekkilegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir því sem ég best veit eru álitsgjafar þessa aðila handvaldir til að gefa sitt álit.
Ekki það, að ég hafi nokkurntíma reiknað með því að eitthvað bitastætt kæmi út úr þessu kosningaloforði. Það var of glæsilegt svo það gæti staðist.
En ég allar götur frá 1963 er ég þurfti að sjá fyrir mér og mínum hafa þessir flokkar sem bera ábyrgð á þessari ríkisstjórn aldrei hyglað launamönnum í þessu landi, heldur alltaf aukið við skattbirði launamanna sí og æ.
Nú hefur traust almennings gjörsamlega hrunið á núverandi stjórnarflokkum og loddaraskapurinn gengur gjörsamlega fram af fólki.
27,5% ánægð með skuldafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.