Lögbrot framið á Alþingi

Alþingismaður stígur í ræðustól Alþingis og rífur í sundur þrjá peningaseðla. Slíkt athæfi er auðvitað lögbrot þar sem þjóðin (ríkið í umsjón seðlabankans) á hvern seðil og hverja mynt sem er í umferð á hverjum tíma og er tákn fyrir verðmæti í íslenskum krónum.

 

Alþingismaður stígur í ræðustól Alþingis og rífur í sundur þrjá peningaseðla. Slíkt athæfi er auðvitað lögbrot þar sem þjóðin (ríkið í umsjón seðlabankans) á hvern seðil og hverja mynt sem er sem er í umferð á hverjum tíma og er tákn fyrir  verðmæti í íslenskum krónum.

Enginn efast um að þingmaðurinn átti þetta verðmæti enda sannaði hann það með því að sýna seðlanna. Hann getur síðan límt seðlana saman með límbandi og fengið seðlanna útleysta með nýjum seðlum eða öðru verðmæti.

Seðlabankinn eyðir tugum milljónum á hverju ári til að viðhalda myntinni sem er mjög kostnaðarsamt. Það er ólíðandi að alþingismaður standi upp í ræðustól Alþingis og fremji slíkt afbrot.

Það er einnig óþolandi að forseti Alþingis skuli ekki hafa ávítað þingmanninn alvarlega og eða jafnvel kært hann. Svona framkoma er alvarleg og sýnir mjög óábirga framkomu.

Því er þekkingaleysi ráðherrans aukunnarvert (hann sem er kennarasonur) eins og fram kemur í þessari setningu:
„Ég treysti því að þeir peningaseðlar sem hér voru rifnir hafi verið í einkaeign þingmannsins,“ sagði Illugi ennfremur. Honum væri vitanlega frjálst að fara með eigin fjármuni eins og honum þóknaðist.

Seðlarnir sjálfir eru ekki fjármunir þingmannsins, þeir eru tákn um fjármuni hans. 

Síðan límir þingmaðurinn seðlana saman, en gjörningurinn er sá sami. Þrír seðlar skemmdir viljandi af aðila sem ber að vera til fyrirmyndar í samfélaginu 

 


mbl.is Reif 10.000-kalla í sundur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lög um gjaldmiðil Íslands: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1968022.html

Ákvæði almennra hegningarlaga um brot er varða gjaldmiðil: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html#G150

Í fljótu bragði er þar ekkert að finna sem tekur sérstaklega á þessu. Brellan felst í því að rifinn peningaseðill er ekki "ónýtur" í venjulegum skilningi. Ef það er enn hægt að lesa númerið á báðum helmingum eru þeir enn löglegir til greiðslu. Seðill getur rifnað af slysni og þá er hægt að redda því með límbandi, eins og ég hef sjálfur gert nokkrum sinnum.

Að sjálfsögðu er seðillinn eign þess sem heldur á honum, enda er í raun um handaskuldabréf að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2014 kl. 15:25

2 identicon

Líftími peningaseðla er mældur í mánuðum en ekki áratugum eins og hjá klinkinu. Seðlabankinn fær til sín mikið magn til eyðingar og ef ég man rétt voru þetta margir svartir ruslapokar í hverri viku af tættum seðlum. Í hvert sinn sem þú treður seðli í veskið þitt eða brýtur hann saman þá ertu að skemma hann. Þú hefur eyðilagt fjöldann allan af seðlum með þessum hætti. Það er í rauninn mjög óábyrgt að nota seðla yfir höfuð ef við ætlum út í smáatriðin. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að þú skyldir fjalla um jafn ómerkilegt mál og þetta og hunsa kostnaðinn á bakvið rannsóknarskýrsluna.

Ef Jón eyðileggur tákn um fjármuni sína (eða seðlana eins og þú vilt meina), glatast þá ekki fjármunir hans að sama skapi? Það er lélegt hjá þér að grípa til persónuárása (ad hominem rökvilla) gegn Illuga og vita ekki einu sinni hvað liggur á bakvið orð hans. Hann gæti hafa verið að vísa til þess að Jón hafi sjálfur unnið fyrir þessum seðlum. Hvort þeir séu eign hans eða ríkisins er aukaatriði.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 16:33

3 identicon

Tak fyrir hlekkinn Guðmundur Ásgeirsson :) hitt er svo annað mál að sá peningur sem ég á (mín persónulega skoðun og tilfinning) að ég vann hann inn með blóði, svita og tárum er mín eign (my precious, LOTR), ekki ykkar eign (seðlabankans) og er mér frjálst að kveikja í honum ef mér sýnist svo.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 17:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kominn botn í málið. Illugi (sitjandi fjármálaráðherra) bauðst til að hjálpa Jóni Þór að líma saman helmingana. Jón Þór ætlar svo að gefa þá til mæðrastyrksnefndar sem táknrænan páskaglaðning. Farsæl málalok það.

Sævar, ef þú myndir brenna þína eigin peninga sem þú hefur unnið fyrir með heiðarlegum hætti, þá kvarta ég ekki því samdráttur á peningamagni í umferð hefur þau áhrif að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. :)

Þess má geta að fréttin af þessu er sú mest lesna á RÚV í dag: http://www.ruv.is/frett/ekki-logbrot-ad-rifa-peningasedla

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2014 kl. 18:14

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk Guðmundur fyrir athugasemdirnar, það kemur mér á óvart að ekki ólöglegt að eyðileggja viljandi peninga sem eru þó sameiginlega í eigu samfélagsins og það hefur verulegan kostnað að því að láta framleiða eftir þörfum.

Ég reiknaði reyndar ekki með því að eitthvað væri í hegningalögum um málið. En ég fer ekki af þeirri skoðun að forsti Alþingis hefði átt gefa þingmanninum áminningu fyrir það slæma fordæmi sem hann gefur með þessu athæfi sínu.

KJARTAN ATLI KJARTANSSON SKRIFAR:

„Auðvitað hvetur Seðlabankinn alla til þess að fara vel með peninga, bæði seðla og mynt, og umgangast þá af virðingu þeirri sem almennt á að viðhafa gagnvart verðmætum,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans.

Fyrr í dag reif þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis. Gjörningur Jóns Þórs vakti mikla athygli. Margir veltu fyrir sér hvort Jón hefði brotið lög með því að rífa peningaseðla.

„Í lögum er ekkert sem sérstaklega bannar mönnum að eyðileggja peninga, þ.e. seðla og mynt, sem Seðlabankinn gefur út,“ segir Stefán og bætir við:

„Það er ekkert í lögum sem lýsir slíkt refsivert, samanber aftur á móti það að falsa seðla og mynt er ólögmætt og refsivert lögum samkvæmt.“

Þó að gjörðir Jóns Þórs séu ekki lögbrot, þá bendir Stefán á að af þessu hljótist ákveðinn kostnaður.

„Samfélagið ber ákveðinn kostnað við útgáfu seðla og myntar – það að prenta peninga og slá mynt kostar alltaf peninga.“

Kristbjörn Árnason, 11.4.2014 kl. 20:02

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er rifinn peningseðill ekki ónýtur. Unnt er að framvísa honum og fá annan í staðinn. Þingmaðurinn getur því gert þeta eins lengi og honum dettur í hug án þess að glutra einni einustu krónu svo framarlega sem númer seðilsins haldast heil!

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2014 kl. 22:05

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn, misskilningur þinn virðist liggja í því að halda að allir peningar séu sameiginlega í eigu samfélagsins.

Hið rétta er að um handhafaskuldabréf er að ræða, sem lýtur eignarrétti þess aðila sem er handhafi hverju sinni.

Peningarnir í veskinu þínu eru ekki mínir og ekki heldur "okkar" í neinum skilningi. Annars mættirðu senda mér þá... :)

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2014 kl. 01:10

8 identicon

Þau eru mörg lögbrotin á Alþingi :)

Í árdaga lýðveldis Íslands var íslenska krónan á pari við þá dönsku. Þökk sé samfelldum raðlögbrotum fjórFLokksins er krónan núna liðlega tvöþúsundsinnum (þú last rétt) verðminni en sú danska.

Það væri nær að þú krefðist lögsóknar vegna skelfilegra samfelldra lögbrota stjórnvalda gagnvart íslenskri þjóð en deila um keisarans skegg, Kristbjörn Árnason.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband