19.4.2014 | 12:06
Lengi tekur Reykjavík við
- Þetta er nýja umhverfisverndarstefna Framsóknarflokksins sem felst í endurnýtingu á gömlum útjöskuðum stjórnmálamönnum.
Það er þekkt, að fjöldi fólks helst ekki við á landsbyggðinni og flýr hingað í sollinn eins og margt landsbyggðarfólk á til að tala um mannlífið í borginni.
Nú leita framsóknarmenn logandi ljósi að frambjóðanda fyrir flokkinn á örlagastundu. Flestum steinum er nú velt við. Nú hafa þeir fundið gamla kýrkyssarann sem þykir líklegastur til að framkvæma kraftaverkið en hefur sest í helgan stein innan borgarmarkanna. Hann mun væntanlega beita sér fyrir sérstökum fánahyllingum í grunnskólum verði hann kjörinn.
Guðni á sér feril og hann er einn af hrunköllunum. Hann vissi fyrir kosningar 2007 að fyrir þjóðinni ætti eftir að liggja að verða fyrir mjög alvarlegri koll-steypu sem hefði getað skutlað okkur sem þjóð á svipað stig og Kúbverjar búa við. Þáveranda ráðamenn kusu að leyna þessari staðreynd fyrir þjóðinni 2007. Þá verandi forsætisráðherra hefur einmitt hlotið dóm vegna málsins.
Guðni slapp, hann hljóp út af Alþingi í nóvember 2008 og fór til Kanarí og kom aldrei aftur inn á þing enda kominn með vænlegan eftirlaunarétt. Hér kemur ferillinn:
Guðni Ágústsson (f. á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaðurFramsóknarflokksins.
Guðni tók við formennsku flokksins eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og gegndi formennsku í tæpa 18 mánuði. Hann var alþingismaður á árunum 1987 til 2008.
Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987.
Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93.
Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.
17. nóvember 2008 sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Við formennskunni tók Valgerður Sverrisdóttir en Eygló Harðardóttir tók við þingsæti Guðna í Suðurkjördæmi.
Á þessari ferilskrá sést að þessi aðili hefur alla tíð í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar nú fyrir og eftir aldarmótinn verið innsti kall í búri þeirrar ríkisstjórnar og vissi sem hægt var að vita um kollsteypuna og hann forðaði sér með skottið milli fótanna þegar á reyndi.
Hann á auðvitað eftir að fá fylgi þeirra sem vilja taka hagsmuni stórbossa á landsbyggðinni fram yfir hagsmuni almennings í Reykjavík í skipulagsmálum hvað flugvallarsvæðið varðar.
Þá þykir Guðna vænt um einkabíliinn og stóra traktora. Ef hann fengi að ráða færu fljótlega að sjást gamlar kýr á eftirlaunum sposserandi á strætum miðborgarinnar einkum í kringum ráðhúsið og á Austurvelli og þannig getur hann efnt gamalt kosningaloforð við Búbót gömlu í efri-hrepp. Hann mun koma upp vistheimilum fyrir slíkar kusur og mun Jón vinur hans Sigurðsson aðstoða í slíkum rekstri.
Hefur rætt við Sigmund um framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.