Kostuleg orðræða og engin gerir athugasemdir!

 

  • Framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda segir kjarasamning framhaldskólakennara geta spillt fyrir viðræðum á almennum vinnumarkaði.
    .
  • Þetta er auðvitað trú margra án þess að þeir menn hafi grundað þá afstöðu sína, heldur bara kokgleypt áróður hagsmunaaðila í þessum efnum.

 

Ég er á þeirri skoðun að sú mikla miðstýring sem hefur viðgengist í kjaramálum frá 1990 hafi skaðað mjög alvarlega íslenskt efnahagslíf, þótt þjóðarsáttarsamn-ingarnir hafi á sínum tíma verið skynsamleg nauðvörn. Enda gerð í skjóli laganna frá því í maí 1983.

Samtök atvinnurekenda og stjórnmálaflokkur þessara samtaka tala fjálglega um nauðsyn frelsi í atvinnurekstri. Þar sem verðlag sé algjörlega frjálst og athafna-frelsi einnig en þó innan ákveðins ramma.

Þeir básúna um nauðsyn á frjálsri samkeppni, um frjálst flæði fjármagns fram og aftur og um frjálsa vexti bankanna. Þá eru þeir í algjörri andstöðu við að þjóðin í heild sinni komi nálægt atvinnurekstri í hvaða mynd sem er.

Þessi stefna hefur í áratugi stórskaðað íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Þessi samtök eru ekki fylgjandi frjálsu atvinnulífi með frjálsum launamönnum er hafa frelsi til samninga með framgangi stéttarfélaga sinna.

Opinberlega eru launataxtar verkalýðshreyfingarinnar miðstýrt verk samtaka atvinnurekenda sem hnoða helstu stéttarfélög ófaglærðra að vild sinni, ár eftir ár.

Vilji einhver stéttarfélög fara aðrar leiðir er kafbátaforingjum atvinnurekenda óðara beitt bak við tjöldin og Mogginn tekur upp gömlu taktanna úr skúffunum sem enn virka og tekur upp sinn flughernað. En flugherinn er auðvitað áróðursmaskínan sem hefur innbyggðar nokkrar stillingar.

Nú fara að berast raddir hvaðanæva um hversu óábyrgir þessir launamenn eru og fram koma stútungs kerlingar í vesturbænum og gera kröfur um að sett verði lög á verkfallið. Ekkert er spáð í það hvort kröfur þessara launamanna séu eðlilegar og einnig aðgerðir þeirra. Alls ekki er minnst á þá staðreynd, að það eru jafnan tveir aðilar sem eru að reyna að ná samningum.

Það er staðreynd, að samningar kennaranna skapa von fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

Menn skyldu líka taka eftir því, að samtök atvinnurekenda voru í bakavarðarsveit ríkisstjórnarinnar í kjarasamningagerð ríkisins við kennara. Eða það er e.t.v. þægilegra að loka augunum fyrir þeirri staðreynd.

Menn eiga líka að átta sig á þeirri staðareynd, að í hvert skipti sem SA verður að gefa eftir í stefnu sinni í kjarasamningum gagnvart einhverjum hóp semja þeir um, að geta sagt að samningurinn falli innan ramma almennra kjarasamninga.

Í raun veit almenningur í raun ekkert um hvað var samið því það eru nánast alltaf óopinberir baksamningar í gangi.

M.ö.o. ógagnsætt, nokkurskonar neðanjarðarhagkerfi er haldið gangandi með þessum hætti og beina framhaldið og hámarkið er hið svarta neðanjarðarkerfi.

Kjarasamningar framhaldsskólakennara gætu spillt fyrir viðræðum um langtímasamning á almennum vinnumarkaði, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, jafnvel þótt launahækkanir...
RUV.IS


mbl.is Gæti skapað hættulegt fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband