11.5.2014 | 18:14
Flugmenn hafa litla samúð hjá landsmönnum
- Vegna frekar hárra launa sem þeir almennt hafa.
. - Flugmenn hafa mjög sterka stöðu. Báðir samningsaðilar eiga jafna sök á því hvernig komið er. Flugfélagið mátti vita að í þetta stefndi en gerðu nákvæmlega ekkert í málinu.
. - Það er alveg öruggt að flugmenn munu ná markmiðum sínum, en það hafa þeir alltaf gert í gegnum árin. Lög hafa í raun lítil áhrif.
Það er ljóst að flugmenn hafa samnings- og verkfallsrétt eins og flestir launamenn í landinu. Það er einnig ljóst að samtök atvinnurekenda ætlar sér ekki að semja við þessa stétt á þeim nótum sem flugmenn vilja. Þeir eiga í baráttu við ríkisvaldið um það setji lög á flugmenn.
Skrýtin staða, flugmenn eru að reyna að ná samningum við flugfélagið sem hefur falið samtökum atvinnurekenda samningshlutverkið fyrir sína hönd. Þau samtök heimta lög á flugmenn rétt eins og þau gerðu þegar hlaðmenn áttu í sinni deilu og hásetarnir á Herjólfi.
Nú er staðan breytt, íslenskir flugmenn eru eftirsóttir sem slíkir víða um lönd og þeir sem hópur getur auðveldlega farið úr landi. Þá er betra fyrir flugfélagið að semja.
En þetta varpar auðvitað skýru ljósi á óábyrg vinnubrögð samtaka atvinnurekenda í kjaramálum. Í stað þess að gera þessi kjaramál að viðvarandi verkefni sem miðar að því að gera starfsfólk fyrirtækjanna ánægð með sín kjör og styrkja einnig fyrirtækin í sessi, eru þessi átaka-vinnubrögð tíðkuð sem minna óneitanlega á vinnubrögð síðan á 19. öldinni í nágrannalöndunum.
- Það má alveg minna á það, að núverandi ríkisstjórn á ekki sök á þessari deilu, en ég held að skynsamlegt væri ef sett eru lög á þessa deilu að farið verði með málið í gerðardóm sem m.a. frestaði deilunni um nokkura mánaða skeið en sanngjörn launaækkun á móti.
. - Flugmenn starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði, það verður ekki framhjá litið.
. - Með í slíkri frestun væri krafa um að aðilar gerðu eðlilegan samning til lengri tíma.
Lög á flugmenn ekki útilokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt 12.5.2014 kl. 07:36 | Facebook
Athugasemdir
Icelandair fær enga samúð hjá mér. Þetta er félag sem stundar óþverraviðskiptahætti, okur og einokun sem íslenzkir ráðamenn hafa verndað áratugum saman. Ef það færi á hausinn, yrði ég manna fegnastur.
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.