Nú er það fólk sem kallaði sig kristið

  • Undanfarna daga hefur geisað á Íslandi einstaklega ógeðfelldur andróður gegn múslimum sem í eðli sínu líkist helst ofsóknum nasista í Þýskalandi á dögum Hitlers

Nú berast hryllingsfréttir frá Írlandi af atburðum sem gerst höfðu á þjónustuheimili sem írskar nunnur ráku þar í landi. Væntanlega í nafni kristinnar trúar.   Getur verið að svæsnir fordómar hafi ráðið gjörðum nunnanna og þá um leið Írsku kirkjunnar sem var ríkiskirkja væntanlega.

 

Líkamsleifar 800 barna finnast í rotþró (RÚV)

Þýskaland er og var kristið samfélag og þar gátu ofsóknir orðið ríkjandi gjörningur stjórnvalda. Það er einnig ljóst að svipaðir atburðir gerðust í Rússlandi og síðar í Sovétríkjunum undir stjórn Stalín sem var reyndar menntaður guðfræðingur. Eitt að mestu leyndarmálum sögunnar er spurningin um andóf kirkjunnar í Þýskalandi gegn þessum færibandamorðum í Þýskalandi og sama má segja um Svétið.

  • Það er ljóst að hryllingsatburðir geta gerst í öllum löndum og allstaðar geta ill stjórnvöld misnotað trúarbrögð fólks. Breytir þá engu hver trúarbrögðin eru. 
    .
  • Ofstæki sem þessi byrja gjarnan með ofsóknum eins og hefur mátt sjá og heyra undanfarna daga hér á Íslandi. Þetta endar oftar en ekki með manndrápum
    .
  • Það undrar mig mest að ekki skulu berast af því fréttir að lögreglan hafi stungið þessum mönnum í steininn. Morðhótanir hlýtur að þurfa að taka alvarlega.  
View image on Twitter
 
  • Þetta heimili starfaði til 1961. 
  •  

 


mbl.is 800 börn grafin í rotþró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfa perrar að endilega tengjast trúarsöfnuðum? Ef svo er hvar eigum við að byrja og hvar eigum við að enda? Er best að vera hjá andskotanum?

Halldór Waagfjörð (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 21:57

2 identicon

Eins og flestir vita þá er nú ekki langt síðan það var borgarastyrjöld í Írlandi þar sem trúin skipti mönnum í fylkingar. Væri ekki nær að skoða hvað er að gerast í heiminum í dag og bera það saman. Mjög margt hefur breyst, til batnaðar, á stuttum tíma í hinum vestræna heimi (og annarsstaðar).

Andri (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 10:57

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Mér finnst ansi einfalt að kalla það borgarastyjöld.

Miklu eðlilegra væri að tala um andóf gegn bresku krúnunni sem lagði undir sig stóran hluta af Írlandi og sjálfstæðisbaráttu írsku þjóðarinnar.

Bretarnir eru ekki rómversk kaþólskir nær væri að kalla þá ensk -kaþólska. Því ekki eru þeir Lúterstrúar eins og íslendingar flestir.

Það er auðvitað rétt að skoða málin í nútímanum. En þetta á sér stað í Írlandi til 1961. Þá var 16 ára.

Ég er t.a.m. viss um að svipaðir hlutir eiga sér enn stað í samfélögum í austur Evrópu og þá í laöndum sem telja sig kristin.

Vestrænn heimur fer stækkandi og því má segja að flest lönd Evrópu telja sig vestræn nema að þau séu beinlínis undir hælnum á rússum.

Ég er bara að benda það í síðustu færslum að okkur íslendingum ferst ekki að vera með fordóma gegn fólki sem hefur önnur trúarbrögð. Það má minna á þá staðreynd að íslendingar hafa farið í langar ferðir með von eftir betra lífi.

Í vesturheimi er mjög stór hópur íslendinga og einnig á Norðurlöndum og það er von okkar að þessir íslendingar lendi ekki í fordómum og einelti. Það er t.a.m. staðreynd að það voru indjánar sem héldu lífi íslenskum flóttamönnum í Kanada á sinni tíð við Winnepegvatn.

Kristbjörn Árnason, 4.6.2014 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband