Ætla menn að detta í það?

 

  • Öllu má nú nafn gefa, en gjörningurinn er sá sami,
    siðgæðið í sama lágmarki og forðum á bólguárunum
     

Það væri ótrúlegt dómgreindarleysi af þessum ráðherrum ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Þar sem boðið væri uppá á bjúgu í hvítri sósu ásamt grænum baunum og kartöflum.  Einnig með ljúfu söngvatni og kaffi. Það væri sannast sagna ótrúlegt að þeir létu blekkjast af þessu boði.

 

Áður fyrr á árum var það þekkt að ráðmenn þjóðarinnar þáðu slík boð um laxveiðar og voru þá kjörnir fulltrúar algengir í slíkum boðum.  Aðilar eins og ráðherrar og einnig bankastjórar ríkisbankanna.

 

Þessi boð voru talin ein helsta birtingarmynd spillingarinnar á Íslandi, mikil umræða stóð um þessar veiðiferðir árum saman. Ýmiskonar svona klapp  í þessa veru var algengt og sendar voru koníaks flöskur þvers og kruss til manna í áhrifastöðum  er átti að hafa góð áhrif í viðskiptum.

 

Það væri alvarleg mistök hjá þeim Bjarna og Sigmundi ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Ráðherrarnir yrðu að vera siðlausir ef gætu horft framan í þjóðina eftir að hafa þegið svona boð. 


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgarstjórar Reykjavíkur hafa þegið boð um að vera við opnun Elliðaánna og fengið að veiða þar í boði SVFR. Þetta á við að ég held um alla borgarstjóra Reykjavíkur síðustu áratugina þ.a.m. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi borgarstjóra og f.v. formann Samfylkingarinnar, Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík og sjálfan Jón Gnarr.

Enginn, hvorki Jóhanna heilaga né neinn annar hefur fett alvarlega fingur út í það og eru Elliðaárnar þó með dýrustu og flottustu laxveiðiám landsins -

En þarna er hræsni vinsta fólkins rétt lýst og meðvirkra fjölmiðla þeirra.

gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 15:20

2 identicon

Veit svosem ekki hvað mér finnst um þetta, en mér finnst hlægilegt af þessum manni að segja:
"Veiðiferð Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra og Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar [...] er ekki boðsferð"


Nánast í næstu setningu:
"Ákveðið var að bjóða ráðherr­un­um tveim­ur að vera viðstadd­ir opn­un­ina, sem fram fer á morg­un, fimmtu­dag, og þáðu þeir báðir boðið."

 Núna kann boðsferð að vera pólitísk skilgreining, ég veit það ekki, en mér finnst þetta frekar sorgleg útskýring hjá upplýsingafulltrúanum.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 15:26

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Stundum getur verið gott að setja sig inn í málið Gunnlaugur. Bara til að upplýsa þig. Elliðaárnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og stangaveiðifélagið hefur veiðréttinn á leigu hjá borginni. Í þeim leigusamningi er ákvæði um einn veiðidag fyrir borgarstjóra og áður fyrir bæjarstjora Reykjaavíkur.

Áratugum saman hafa borgarstjórar og þar áður bæjarstjórar opnað Elliðaárnar. En Jón Gnarr breytti þessu, hann lét velja Reykvíking ársins og hafa þeir sinnt þessu viðviki fyrir hönd borgarinnar síðustu þrjú árin. M.ö.o. óþekktur einstaklingur sem hefur verið viðurkennd hvunndagshetja.

Kristbjörn Árnason, 4.6.2014 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband