Það er rétt að vinnumarkaðurinn getur verið alvarleg ógn

 

  • Við stöðugleika í efnahagsmálum á Íslandi. 
  • Launamenn á Íslandi búa ekki við frjálsan samningsrétt í kjaramálum og verkfallsrétturinn er verulega skertur miðað við réttindi í launamanna í norður Evrópu.
En það kann að vera að ég sé ósammála Bjarna um hvers vegna vinnumarkaðurinn er svona mikil ógn. Að mínu mati er það sú mikla miðstýring sem tíðkast um kjarasamninga á vinnumarkaði og innbyggt misrétti sem er hin mikla ógn. 

Ríkisvaldið er meira og minna með nefið ofan í kjarasamningalausnum það byggist á því að binda mjög stóran hluta af verkalýðshreyfingunni við ákveðnar lágmarks lausnir. 

Síðan eru atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði í raun ekki bundnir af þeim samningum sem þeir hafa undirritað. 

Þeir hafa bæði frelsi til að hækka laun umfram umsamdar launahækkanir enda eru í gangi aðrir baksamningar bæði við einstök verkalýðsfélög og einnig eru vinnustaðasamningar um fasta launagreiðslu umfram launataxta.

Atvinnurekandinn getur síðan velt auknum launakostnaði út í verðlagið og gerir óspart ef markaðurinn leyfir. Erlendir ferðamenn hafa breytt markaðs aðstæðum í landinu

Ef vinnumarkaðurinn byggi við frjálsa kjarasamninga við einstök félög eða starfsgreinar er nokkuð ljóst að þessir neðanjarðar samningar væru óþarfir. Á sama tíma eru kjaramál opinberra starfsmanna í eilífu frosti.

Þá eru stórar framkvæmdir gjarnan á vegum ríkisins eins og sjá má á vinnubrögðum iðnaðarráðherra nú þegar erlendum stór-fyrirtækjum eru gefin loforð um ódýra orku á kostnað almennings í landinu.

En kostulegur er málflutningur Bjarna þegar hann kvartar undan fyrri ríkisstjórn, ráðstefnugestir hafa örugglega skemmt sér konunglega því allir gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að hinn mikli bati í efnhagsmálum á Íslandi er fyrir frábær störf vinstri stjórnarinnar.  Núverandi stjórn er rétt ársgömul og hennar verk eru tæplega farin að hafa mikil áhrif enn.

Síðan gerist hann sendsveinn LÍÚ  og talsmaður , þar sem hann kvartar undan því á þessum vettvangi að útgerðin þurfi að greiða smáaura fyrir að fénýta auðlind þjóðarinnar. Einnig  ber hann sig illa undan þeim vilja þjóðarinnar til að laga stjórnarskrá landsins.

Hangir Bjarni í böndum LÍÚ?

 

 

 


mbl.is Vildu auka pólitískan stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband