Merkileg rannsóknarniðurstaða

Í lítilli frétt á innsíðum Frettablaðsins nú um helgina segir: „Samfélagsgerðin í Noregi fellur miklu betur að gildum íslamstrúar heldur en samfélagsgerðin í Sádi-Arabíu og Íran“.

  

  • Ef það má álykta, að þá nota stjórnvöld í þessum löndum sem nefnd eru múslimaríki trúarbrögð fólksins til að kúga fólk til hlýðni við hagsmuni yfirstéttarinnar líkt og tíðkast hefur í fjölmörgum „kristnum“ löndum. Þ.á.m. á Íslandi á fyrri tímum.
  • Þar sem lýðræði blómkast sem mest og mesta frjálsræðið og mesta trúfrelsið ríkir þrífst íslamstrú best.

 Kirkja hinna bersyndugu

Þetta er mat nokkurra af helstu íslamfræðingum heims sem borið hafa saman 208 lönd. Noregur er sjötta efsta landið á listanum en Sádi-Arabía í 131. sæti. Íran og Írak eru ekki langt fyrir neðan á listanum, að því er greint er frá á fréttavef norska ríkisútvarpsins.

Íraninn Hossein Askari, sem er prófessor við George Washington-háskólann í Bandaríkjunum, segir að grunngildi íslam snúist ekki um sjaríalögin eða trúarríki. 

Hann og aðrir íslamfræðingar lásu Kóraninn og rit múslíma til þess að rannsaka íslömsk gildi. Þeir komust fljótt að því að fæst ríki múslíma hafa lagað samfélög sín að gildum íslam.

„Leiðtogar eiga að fylgja sömu lögum og borgararnir. Samfélagið á að byggja á efnahagslegu og pólítísku frelsi. Það á að vera skipulagt þannig að það stuðli að hagvexti. Spilling er ekki í samræmi við gildi íslam.

Allir íbúar eiga að njóta góðs af auði samfélagsins og vera jafnir. Kúgun er stranglega bönnuð samkvæmt Kóraninum. Askari segir ljóst að flestum íslömskum ríkjum sé ekki stjórnað í samræmi við íslömsk gildi“.

 

  • Almennt ólæsi og annar menntunarskortur almennings er helsti óvinur almennings.

 

(Heim: Hvítasunnu helgarblað Fréttablaðið 2014.)


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flestum ríkjum sem kenna sig við svokölluð "kristileg gildi" er ekki heldur stjórnað í samræmi við þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2014 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband