9.6.2014 | 11:51
Refurinn er klók skepna.
Rússum er að takast það ætlunarverk sitt að innlima enn á ný Krímskagann inn í Rússland. Allar viðræður áhrifamanna í Evrópu miðast að því að standa vörð um eigin hagsmuni. Evrópuforystunni er nákvæmlega sama um Krímskagann, þ.e.a.s. hann skiptir minna máli í þeirra huga en orkan sem ríkin kaupa frá Rússlandi.
Rússland virðist hafa pálmann í höndunum varðandi þetta mál, en auðvitað væri eðlilegt að leyfa rússunum sem búa í Úkraínu að fara til baka til Rússlands. Það er augljóst, að það hefur verið hluti af innlimunarstefnu þessa gamla rússneska ríkis að færa til fólk.
Gasdeilu lokið fyrir lok vikunnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristbjörn. Krím er betur settur innann Rússlands þar sem yfir 90 prósent íbúana eru Rússar. Það er ekkert sem bannar Rússum í Úkraínu að flytja yfir, það er ekki málið. Margir halda að þetta sé bara ekkert mál að taka sig upp og flytja yfir. Þetta er ekki eins og að skreppa út í búð. Það þarf að selja allt og segja upp vinnu, redda svo húsnæði og vinnu í nýja landinu og svo er þetta rask fyrir börn í skóla ofl. Fólkið í austursýslunum vill að svæðið fái sjálfstjórn, þ,e, sýslurnar Kharkov, Lúgansk og Donétsk. Aðrir vilja láta færa landamærin vestur fyrir þessar sýslur og að svæðið verði hluti Rússlands. En hvernig sem málin fara þá vonar maður að friður komist á í austur Úkraínu eins fljótt sem verða má.
Ármann Birgisson, 9.6.2014 kl. 12:54
Það sem ég er að segja er, er að flestir þjóðarleiðtogar í Evrópu sætta sig við að Krímskagi verði hluti af Rússlandi enn á ný. En þarna eru sígaunar sem lenda í einhverjum vanda sem enginn hefur áhuga á.
Það er ekki óeðlilegt að rússneska ríkið beri kostnað af því, vilji rússar sem eru búsettir í Úkaraínu flytja yfir í gamla landið.
Það er auðvitað mikilvægt að Úkraína fái frið til að þroskast og verða að fyrirmyndaríki. A.m.k. fái frið til að verða að fyrirmyndarríki.
Kristbjörn Árnason, 9.6.2014 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.