9.6.2014 | 13:37
Nauðsynlegt er að virða reglur í umferðinni
- Ég hef tekið eftir því undanfarin þrjú ár sérstaklega hvað við Reykvíkingar eigum marga sjálfskipaða stjórnendur í umferðinni.
. - Margir nýir bílar eru ekki með stefnuljósum. Hafiði ekki tekið eftir því?

Rosalega er hann klár og flinkur gæi
Líklega er það vegna þess að ég nýt þess heiðurs að vera eftirlaunakarl sem reynir að aka ekki mikið yfir hraðatakmörkunum enda orðinn svifa seinni en ég var áður fyrr.
Þá er ég auðvitað akandi á nýlegum bílum og hef lítil efni á því að skipta um bíl, því eftirlaunin eru ansi lág.
Sérstaklega eru það blessaðir atvinnubílstjórarnir sem eru hjálplegir. Þeir reyna iðulega að krefjast þess að ég aki hraðar með því að aka alveg upp að bílnum hjá mér. Er alveg sama þótt ég aki á leyfilegum hámarkshraða.
Þeir krefjast þess iðurlega með miklum tilburðum að ég víki með því að aka út af akgreininni eða skipti um akgrein. Oftar en ekki sér maður síðan að þessi karlar eru með síma í annari hendi og aðra hönd á stýri eins og Bjössi mjólkur-bílstjóri forðum. En hann var nú að þreifa fyrir sér í einhverju sem skipti máli.
Hvað á að gera við þessa geldinga?
![]() |
Þrír af tíu gefa ekki stefnuljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Reyndu að haga þínum akstri þannig að þú sért ekki fyrir annarri umferð. Þér ber að víkja, þeir sem á eftir þér eru eiga forgang.
21. gr. Þegar ökumaður verður þess var, að ökumaður, sem á eftir kemur, ætlar að aka fram úr vinstra megin, skal hann vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er. Má hann ekki auka hraðann eða torvelda framúraksturinn á annan hátt. Ef ökutæki er ekið hægt eða er fyrirferðarmikið og akbraut er mjó eða bugðótt eða umferð kemur á móti, skal ökumaður gæta sérstaklega að umferð, sem kemur á eftir. Ef það getur auðveldað framúrakstur skal hann aka til hliðar eins fljótt og unnt er, draga úr hraða og nema staðar, ef þörf krefur.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 15:22
Sæll minn kæri, þetta er ekki alltaf svona auðvelt. Einkum þegar maður á leyfi-legum hámarkshraða á hægri akgrein og vinstri akgreinin full af bílum.Þá er mann stillt upp fyrir tveim kostum Sá fyrri að að brjóta umferðarlög með því að auka hraðann. Hinn er að keyra á fullri ferð út af veginum.
Ég elenti skemmtilega í því um daginn þar sem ég var akandi á 70 km hraða yfir stífluna í Elliðaám þar sem leyfður er 60 km hámarkshraði og grindur beggja megin. Það kom lítill sendibíll á mikilli ferð alveg upp að mínum fjallabíl og frá þeim litla heyrðist ógnarhávaði og mikil ljósasýning.
Ég tók ákvörðun að setja bílinn á réttan hraða og þá þagnaði hávaðinn.
En menn skulu einnig aka eftir reglum og aðstæðum hverju sinni.
Kristbjörn Árnason, 9.6.2014 kl. 16:40
Það ert semsagt þú sem ert alltaf að þvælast fyrir mér á 25-30 km hraða þar sem er 50 ef þú getur ekki eða treystir þér ekki til að keyra þannig að þú sért ekki að þvælast fyrir leggðu þá bílnum og taktu strætó við værum þá kannski á réttum tíma
sævar stefánsson (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 19:17
En tek hinsvegar undir það með þér að það er óþolandi þegar bílar eru allveg ofan í manni þegar maður er á réttum hraða og reka á eftir manni
sævar stefánsson (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.