Martröð Sjálfstæðisflokksins-- afleiðinng martröð þjóðarinnar

,,Martröðin

„Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.“

Martröð

Þetta sagði Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005.

Geir H Haarde þáverandi formaður sjálfstæðisflokksins og arftaki Halldórs sem forsætisráðherra sagði síðar að af hans hálfu hefðu mörg skref hefði verið tekin í áttina að því að uppfylla draum Halldórs. Helst var þar til að dreifa lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki, skattafrádrag vegna hlutabréfakaupa og lagabreytingar til að einfalda regluverkið og skrifræði. Einfaldara Ísland, hét það víst.

Það verður seint sagt um Geir ræfilinn Haarde að hann hafi verið farsæll stjórnmálamaður. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir Hrunsins er allt það sem hann taldi til sér og sínum til ágætis tekið sem dæmi um dæmalaus vond stjórnmál. Draumur Halldórs varð svo að martröð okkar hinna.

Og enn láta menn sig dreyma.

Ég hef trú á því að ef þessi útlendi prófessor vissi hvað jarðvegurinn á Íslandi er frjór fyrir allskonar vitleysu þá hefði hann aldrei látið þetta út úr sér.

Það er því full ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur. Miklar áhyggjur".(Björn Valur) 

  • Það eru auðvitað ýkjur að hér hafi eitthvað verið ofsagt, Björn Valur er vanur að tala hreint út um hlutina eins og hans starfstétt er vön að gera ásamt öðrum úr stétt venjulegra launamanna. En elítan á Alþingi á erfitt með að þola málsnið Björns Vals.
    .         
  • Það fer ekkert á milli mála að rannsóknarnefnd Alþingis dæmdi Geir Haarde af verkum hans og Landsdómur dæmdi hann fyrir að hafa brotið Stjórnarskránna með starfsháttum sínum og þessi Evrópudómstóll hefur enga merkingu þegar Landsdómur er annarsvegar.  

  • Hann hefur ekkert yfirþjóðlegt vald yfir Landsdómi þessi dómstóll og ekki heldur eitthvert Evrópuþing stjórnmálamanna sem ekki eru hlutlausir í svona máli. Það var þjóðin sem dæmdi Geir sekan. Evrópudómstóllinn getur auðvitað sagt sína skoðun en síðan ekki söguna meir. 


En ég er viss um að Geir er sómakarl  og hann hafi ekk brotið stjórnarskránna af yfirlögðu ráði. Ég hafði alltaf mikið álit á honum sem vönduðum stjórnmálamanni af miklum íhaldsmanni að vera. En það truflaði að vísu þetta álit nokkuð þegar hann réðist á fréttamannin í Stjórnarráðinu forðum.

Ég veit ekki betur en að Geir hafi verið í ríkisstjórn árum saman samfellt og endaði sem forsætisráðherra. Þjóðarskútan fór á hliðina á hans vakt og hann hlýtur að bera ansi þunga ábirgð á þeim ófögnuði. Það verður seint sagður farsæll endir á hans ferli sem ráðherra í áratug og skipper síðustu árin.

Gleymum því ekki að Geir Haarde vann að undirbúningi þess að á Íslandi yrði alþjóðlega fjármálamiðstöð. En Sjálfstæðisflokkurinn vonast auðvitað til þess að nýtt Alþingi náði Geir Haarde. Það er ómögulegt að sjá að Alþingi hafi eitthvert vald til þess. Varla verður maður með alvarlegan dóm á bakinu seðlabankastjóri. 

 


mbl.is Karpa um Geir Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband