Segist saklaus af því að hafa brotið landslög.

  • Rétt eins og ökumenn segja iðulega þegar þeir hafa ekið hraðar enn lög leyfa.

Það er ljóst, að hér verður að koma til úrskurður t.d. dómara ef Innanríkisráðuneytið og eða yfirmaður lögreglustjórans treystir sér ekki til að úrskurða. Eðlilegast væri að málið færi fyrir dóm.

En Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er ósammála þeirri niðurstöðu Persónuverndar að hún hafi gerst brotleg við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.

„Nei, ég tel ekki að ég hafi brotið lög,” er haft eftir Sigríði á vef RÚV. Þetta rökstyður hún ekki frekar þótt Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að verklag Sigríðar í lekamálinu hafi stangast á við 11. og 12. grein fyrrnefndra laga. 

  • Varla getur hún gerst dómari í eigin málum

Úrskurður Persónuverndar sem Kjarninn birti á vef sínum í gær varðar ekki aðeins það embætti sem Sigríður Björk var í forsvari fyrir á sínum tíma heldur einnig verklag hennar sjálfrar, það hvernig hún sem lögreglustjóri miðlaði upplýsingum.

Persónuvernd telur að með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skýrsludrög um málefni Tony Omos, án þess að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi og án þess að skrá miðlunina í málaskrá, hafi Lögreglan á Suðurnesjum brotið 11. og 12. grein laga um persónuvernd. Fram kemur að hún hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í 1. og 2. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. og ekki fylgt nánari fyrirmælum sem fram koma í 3. tölul. 7. gr. reglna nr. 299/2001. Var það á ábyrgð Sigríðar sem lögreglustjóra að tryggja að lögunum væri fylgt. Sjálf sendi hún Gísla umrætt skjal.

Nú er eitt dómsmálið enn í uppsiglingu vegna lekamáls-ins. Ekki gengur að gera þetta mál að einhverju póli-tísku bitbeini, því málið er ekki póliskt í eðli sínu 

 


mbl.is Gerðist ekki brotleg við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband