Hræsnin og ágirnin eru tvær systur, í hópi dauðasyndana 7

  • Björk ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi utanríkismálastefnu Dana og Frakka í viðtali við franska blaðið Libération í gær. 

  • Hún segir að hryðjuverkaárásir í Kaupmannahöfn og París í byrjun árs ættu ekki að koma á óvart vegna stríðsrekstrar ríkjanna síðustu ár.

Hún segir Dani og Frakka að hluta til ábyrga fyrir árásunum. Danski Jótlandspósturinn segir að með þessu vegi Björk harkalega að utanríkismálastefnu Danmerkur og Frakklands.

Björk segir í viðtalinu að hún hafi verið hissa á viðbrögðum Bandaríkjamanna eftir árásirnar á tvíbura-turnana ellefta september 2001.

Árásirnar hafi komið öllum í opna skjöldu en í ljósi stefnu bandaríkjastjórnar hafi þær ekki þurft að koma neinum á óvart.

Danir ættu því ekki að trúa því að það að drepa fjölda fólks í stríði geti ekki haft áhrif innanlands. 

  • Ég er hjartanlega sammála Björku sem hún segir um þetta mál. Þetta er auðvitað staðreynd.

Á blogginu hef ég marglýst þessari skoðun minni en ég er aðeins sauðsvart lítið peð á eftirlaunum sem tekur enginn eftir.

Hún hefði auðvitað mátt nefna að skaðlausu yfirganginn yfir Palestínumönnum. Auðvitað hafa Palestínumenn verið að klóra í bakkann með því að skjóta rörflaugum yfir einhver tilbúin landamæri sem síonistar hafa markað og yfir í sitt eigið land.

Allt er þetta hluti að þessari kúgun sem á sér stað, gegn múslimum. Þetta er óréttlát heimsstyrjöld sem verður að binda endi á.

Til þess að á komist raunverulegur friður verður auðvitað að skila þessu fólki landi sínu hvarvetna um um heiminn.

  • Eigin hagsmunastefna margra ríkja t.d. í olíumálum og vegna margra annarra hernaðarhagsmuna er yfirgengileg, áróðurinn svakalegur þar sem hræsnin og ágirnin ræður ríkjum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband