2.3.2015 | 12:37
Hinn raunverulegi skattmann Íslands
Það ber flestum saman um það sem skoða skattamálin með
faglegum hætti, að aldrei hafi launamenn greitt hærri
skatta en einmitt á hátindi ferils Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra.
Á sama tíma voru skattar á atvinnurekendur og eða fjárfesta í sögulegu lágmarki. Menn tíðkuðu auðvitað að gera sig og heimili sitt að einkafyrirtæki. Þetta voru þeir sem fóru einna verst út úr hruninu vegna yfirgengilegra skulda. Þeir voru eignalausir og reyndu gjarnan að fá sem mest út úr samfélaginu.
Auk þess þessir aðilar greiða aðeins skatta af nettó tekjum á meðan launa-menn greiða skatta af brúttótekjum. Á þessu tvennu er gríðarlegur munur.
Íslenskur almenningur krefst þess, að þeir aðilar sem gera út veiðiskip til að sækja fisk í þjóðarauðlindina greiði eðlilegt veiðigjald eftir því hvað hver útgerð má veiða mikið.
Slík gjöld mega ekki taka tillit til reksrar fyrirtækjanna hverju sinni því slík gjöld væru þá eins og hver annar tekjuskattur sem úgerð greiddi.
En veiðigjaldaumræðan fer fyrir brjóstið á útgerðarmönnum og því sprellar ritstjórinn til að þóknast húsbændum sínum.
Hér til hliðar má sjá hvernig áróður-inn er jafnan afgreiddur í Mogga. Það vill bara til, að mjög fáir lesa Staksteina
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.